Hefur lögmæti áhrif?

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála hefur, ásamt Gunnari Helga Kristinssyni og fleirum hlotið veglegan verkefnastyrk úr Rannsóknarsjóði, sem vistaður er hjá Rannís, upp á 26 milljónir til þriggja ára (2018-2020). 

Verkefnið ber heitið:

  • Hefur lögmæti áhrif? (e. Does legitimacy make a difference?).

Rannsóknarstjóri er:

  • Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Aðrir þátttakendur í verkefninu eru:

  • Eva Heiða Önnudóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild HÍ
  • Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands
  • Gissur Erlingsson, dósent við University of Linköping
  • Indriði H. Indriðason, dósent við University of California – Riverside
  • Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands

 

Um hvað snýst verkefnið?

Í verkefninu verður sjónum beint að hvort tengsl séu á milli skattaundanskota, spillingar og popúlisma. 

Kenningar um lögmæti gefa ástæðu til að ætla að svo geti verið. Lögmæti felur í sér viðurkenningu á að tilkall til yfirráða sé réttmætt. 

Einstaklingur sem viðurkennir lögmæti viðurkennir um leið skyldu sína til að hlíta yfirráðum. Slík viðurkenning getur stuðlað að skilvirkni stjórnvalda og pólitískum stöðugleika. Margt er samt á huldu um hvernig lögmæti virkar, þar á meðal hvort það hefur yfirleitt mikil áhrif á hegðun fólks.

Rannsóknarverkefnið „Hefur lögmæti áhrif?“ fæst við þessar spurningar með því að framkvæma tilraunakannanir sem reyna á viðhorf þátttakenda til stjórnvalda. 

Rannsóknarniðurstöður verkefnisins verða kynntar í viðurkenndum fræðiritum og með ráðstefnuhaldi.

Útgefið efni í tengslum við verkefnið

Gunnar Helgi Kristinsson, Gissur Ó. Erlingsson og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir “Does legitimacy mitigate corruption? The relevance of social traps in low-corruption contexts”, International Journal of Public Administration, 2021, DOI: 10.1080/01900692.2021.1955926

2020

2019

Hverju skiptir lögmæti fyrir góða stjórnarhætti? (1 tími 56 mín)
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála hélt lokaráðstefnu rannsóknarverkefnisins „Hefur lögmæti áhrif?“ þriðjudaginn 24. maí. Í verkefninu var sjónum beint að hvort tengsl væru á milli skattaundanskota, spillingar og popúlisma.

Peter Esaiasson, prófessor við Stjórnmálafræðideild háskólans í Gautaborg, flutti fyrirlesturinn: Skiptir sigurinn öllu máli? Um mikilvægi þess að sanngirni sé gætt í meðferð stjórnsýslumála til að borgararnir líti á óvinsælar ákvarðanir stjórnvalda sem lögmætar. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, flutti jafnframt fyrirlestur sinn: Hvernig rannsóknir á lögmæti grafa undan nálgun sáttmálahyggju að ríkinu. Í kjölfarið fóru fram pallborðsumræður, en þátttakendur voru Carl Dahlström, prófessor við Stjórnmálafræðideild háskólans í Gautaborg, Gissur Ó. Erlingsson, prófessor við menningar- og félagsvísindadeild háskólans í Linköping, Monika Bauhr, prófessor við Stjórnmálafræðideild háskólans í Gautaborg, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og Eva H. Önnudóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Fundarstjóri var Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskólans.