Áfallastjórnun – Crisis Management

Image
EURA í Háskólabíó, mynd eftir Árna Torfason
HVENÆR
8. nóvember 2023
08:30 til 12:00
HVAR
Utan háskólasvæðis
Neskirkja
NÁNAR

Áfallastjórnun – Crisis Management

Skráningu er lokið. 

 

Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í staðnámi í sal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg. 
Námskeiðið byggir m.a. á hópastarfi og því er ekki boðið upp á fjarnám þessu sinni.

  • Miðvikudaginn 8. nóvember 2023, kl. 8.30-12.00
  • Þátttökugjald: kr. 26.000, -

  Umsjónarmaður og fyrirlesari

  • Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, dósent við Háskólann á Bifröst

  Áfallastjórnun er lykilþáttur í stjórnun fyrirtækja og stofnana. Síauknar kröfur eru gerðar um hæfi stjórnenda til að takast á við áföll sem varða þá starfsemi sem þeir bera ábyrgð á. Áföll geta orsakast vegna ýmissa atvika hvort sem er af völdum manna eða náttúru, eins og vegna átaka, náttúruhamfara, slysa, fjárhagshruns, útbreiðslu smitsjúkdóma, pólitískra hneykslismála o.fl. Í slíkum kringumstæðum brennur á stjórnendum að taka ákvarðanir í aðstæðum sem markast af óvissu og tímapressu. Ákvarðanir sem geta haft afgerandi afleiðingar fyrir þeirra stofnun (og/eða samfélag) sem og þeirra eigin starfsferil. Sum áföll næst að leysa á skjótan máta meðan önnur stigmagnast og enda í öngstræti. Togstreitu er hægt að leysa á diplómatískan hátt eða hún endar með átökum; mannslíf bjargast eða tapast; stjórnmálaflokkar falla eða ná völdum; stjórnsýsla lamast eða eflist o.s.frv.

  Markmið námskeiðsins er að auka skilning þátttakenda á þeim þáttum sem hafa áhrif á hvernig stjórnendur skynja og bregðast við áföllum og þeim ferlum sem liggja að baki árangursríkri áfallastjórnun.

  Markhópur: Stjórnendur, millistjórnendur og sérfræðingar hjá opinberum stofnunum og hjá sveitarfélögum.

  Efni námskeiðsins:

  • Hugsanleg áhætta: hugsanlegur undirbúningur og/eða forvarnir
  • Forysta: leiðtogar, hópar og ráðgjafar
  • Átök og samvinna í áföllum
  • Samskiptastjórnun á áfallatímum
  • Áhrif kúltúrs á áfallastjórnun
  • Endurreisn og lærdómur

  Ávinningur þinn af þátttöku:

  • að öðlast dýpri skilning á lykilþáttum og ferlum sem móta ákvarðanatöku stjórnenda
  • að þekkja hegðunarmunstur stjórnenda og stofnanaskipulag sem hefur sérstaklega sýnt sig vera árangursríkt (eða vanmegnugt) við að spá fyrir um, undirbúa, bregðast við, og læra af áföllum
  • að auka skilning á mikilvægi þess að tekið sé tillit til hugsanlegra áfalla í stefnumótun stofnana. Hvernig huga þurfi að bæði viðbúnaði, forvörnum og endurreisn í áætlanagerð.

  Um fyrirlesara 

  Ásthildur er dósent og fagstjóri meistaranáms í áfallastjórnun við Háskólann á Bifröst. Hún er doktor í stjórnmálafræði og Cand. Oecon. í viðskiptafræði. Hún hefur sinnt rannsóknum og kennslu í áfallastjórnun hér á landi, í Svíþjóð, í Bandaríkjunum og verið gestaprófessor við Kýótó háskólann í Japan.