Header Paragraph

Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland?

Image

Árleg ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og Norræna hússins í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála verður haldin í Auðarsal, Veröld - húsi Vigdísar miðvikudaginn 19. apríl frá klukkan 10:00 – 17:00.

Skráning

Öll eru velkomin - Skráning fer fram hér!

Um ráðstefnuna

Í ár eins og síðastliðin ár bjóðum við til samtals þar sem við kryfjum alþjóðamálin og allar þær áskoranir sem við okkur blasa í alþjóðasamfélaginu í dag.

Ráðstefnan er byggð upp á fimm málstofum.

Í fyrstu málstofu dagsins, “Samvinna Norðurlandanna í breyttu öryggisumhverfi” munu forstöðumenn norrænu alþjóðamálastofnananna fara yfir helstu öryggisáskoranir samtímans og hvernig Norðurlöndin geta sameiginlega unnið að því að takast á við þær.

Í málstofunni “Norðurslóðir á stríðstímum - öryggi, umhverfi og samstarf” verður lögð áhersla á að greina áhrif af samspili tveggja af stærstu áskorunum samtímans, loftslagsbreytinga og óstöðugleika á alþjóðavettvangi, á norðurslóðir.

Þá verður ein málstofa tileinkuð Evrópuráðinu, þar sem fjallað verður um hlutverk ráðsins og þau tækifæri sem felast í leiðtogafundi Evrópuráðsins á Íslandi sem fram fer í maí.

Í málstofunni “Hefur alþjóðasamfélagið brugðist flóttafólki? Leiðin að bættu alþjóðakerfi ” verður farið yfir brotalamir innan alþjóðakerfisins þegar kemur að vernd fólks á flótta og því velt upp hvernig hægt sé að vinna að því að tryggja betur mannréttindi flóttafólks.

Seinasta málstofa dagsins verður skipuð fulltrúum stjórnmálaflokkanna sem munu ræða um framtíð utanríkisstefnu Íslands.

Að lokinni formlegri dagskrá verður boðið til móttöku þar sem Villi Neto mun halda uppi stemningunni!

 

Frekari dagskrá verður auglýst síðar.