Ársreikningar sveitarfélaga og mat á afkomu þeirra
09:00 til 12:00
Ársreikningar sveitarfélaga og mat á afkomu þeirra
Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið
Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur.
- Fimmtudagurinn 27. apríl 2023, kl. 9.00-12.00
- Þátttökugjald: kr. 21.500-
Umsjónarmaður og fyrirlesari
- Gunnlaugur A. Júlíusson, hagfræðingur og fv. sveitarstjóri
Markmið
Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist aukna færni til að greina ársreikninga sveitarfélaga og ná yfirsýn yfir afkomu þeirra og fjárhagsstöðu, en sveitarfélög þurfa að hafa lokið afgreiðslu ársreiknings 15. maí. Fjallað verður um uppbyggingu og sérstöðu ársreikninga sveitarfélaga, aðferðir við að leggja mat á afkomu sveitarfélaga, helstu lykiltölur sem kjörnir fulltrúar þurfa að hafa á valdi sínu til að leggja mat á fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins o.fl.
Markhópur
- Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum
- Starfsfólk í stjórnsýslu sveitarfélaga
- Fulltrúar í stjórnum fyrirtækja og stofnana í eigu sveitarfélaga
Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir eftirfarandi atriði:
- Lestur ársreikninga sveitarfélaga, m.a.:
- Sérstöðu ársreikninga sveitarfélaga miðað við ársreikninga fyrirtækja í einkarekstri
- A hluta og B hluta sveitarsjóðs og mismun milli þeirra
- Ársreikning sveitarfélags og einstaka hluta hans, svo sem rekstrarreikning, efnahagsreikning og sjóðsstreymisyfirlit
- Eðli innri millifærslna
- Uppbyggingu aðalsjóðs og eignasjóðs
- Uppbyggingu samstæðureiknings sveitarfélaga
- Greiningu á afkomu og fjárhagsstöðu sveitarfélaga, m.a.:
- Helstu aðferðir við að leggja mat á afkomu sveitarfélaga
- Helstu lykiltölur sem kjörnir fulltrúar þurfa að hafa á valdi sínu til að leggja mat á fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins, svo sem veltufjárhlutfall, veltufé frá rekstri sem hlutfall af heildartekjum, afborganir lána sem hlutfall af veltufé frá rekstri og veltufé frá rekstri sem hlutfall af langtímaskuldum.
Um fyrirlesara
Gunnlaugur A. Júlíusson er hagfræðingur með MS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hann er einnig löggildur verðbréfamiðlari frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur m.a. starfað sem sveitarstjóri í Borgarbyggð og sem sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þá hefur hann sinnt margvíslegri hagsmunagæslu fyrir sveitarfélögin og tekið þátt í samstarfi ríkis og sveitarfélaga á sviði efnahagsmála og reikningsskila sveitarfélaga. Gunnlaugur rekur eigið ráðgjafafyrirtæki (GAJ ráðgjöf slf.). Hann er stundakennari við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og hefur einnig kennt við Endurmenntun Háskóla Íslands.