Header Paragraph

Dagur stjórnmálafræðinnar 16. júní: Áskoranir og hlutverk sveitarstjórna

Image
Ráðhús Reykjavíkur

Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála standa fyrir Degi stjórnmálafræðinnar, ásamt verðlaunaafhendingu fyrir framúrskarandi ritgerðir í stjórnmálafræði, fimmtudaginn 16. júní kl.14:00-16:30, í Lögbergi 101 í Háskóla Íslands. Boðið verður upp á léttar veitingar í kjölfar málþingsins.

Umræðuefni fundarins eru áskoranir og hlutverk sveitarstjórna á Íslandi þar sem meðal annars verður fjallað um hvaða máli kynjahlutfall í sveitarstjórnum skiptir, skipulagsmál, fjármál sveitarfélaga og lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar.

Dagskrá:
14:00-16:00:
Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands - Kynjahlutfall í sveitarstjórnum og starfsumhverfi.
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar - Skipulagsmál sveitarfélaga.
Sigurður Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga - Fjármál sveitarfélaga – áskoranir og verkefni
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, sérfræðingur í lýðræðismálum hjá Reykjavíkurborg – Hvernig virkar lýðræðislegt sveitarfélag?

16:00-16:30:
Verðlaunaafhending fyrir framúrskarandi lokaritgerðir í stjórnmálafræði sem var skilað árið 2021.

Fundarstjóri er Baldvin Þór Bergsson, ritstjóri Kastljóss

Í framhaldi fundar verður boðið upp á léttar veitingar á kaffistofunni á annarri hæð í Odda.

Sjá má um viðburðinn á Facebook.

Fundurinn er opinn öllum og er aðgangur ókeypis. Málþingið mun fara fram á íslensku.