Header Paragraph

Frestur til að skila greinum fyrir júníhefti TVE-Tímarits um viðskipti og efnahagsmál er 2. apríl

Image

TVE-Tímarit um viðskipti og efnahagsmál er gefið út tvisvar á ári í opnum aðgangi á vefsíðunni www.efnahagsmal.is. Tímaritinu er ætlað að vera vettvangur fyrir fræðilegar ritgerðir í viðskipta- og hagfræði. Útgefendur eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands. Á vefsíðu tímaritsins (www.efnahagsmal.is) er að finna leiðbeiningar fyrir höfunda greina og sniðmát fyrir þær. Umsjón með útgáfunni hefur Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Frestur til að skila greinum fyrir júníheftið er að þessu sinni til og með 2. apríl 2024. Um er að ræða 1. tölublað 21. árgangs tímaritsins.