Header Paragraph

Grænar áherslur í opinberum rekstri

Image
Morgunverðarfundur 16. nóvember

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála kynnir morgunverðarfund, í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana.

Í opinberum rekstri eru ýmis tækifæri og skyldur á sviði umhverfismála. Loftslagsmálin, grænu skrefin, græn innkaup, endurvinnsla o.s.frv. Á fundinum verður fjallað um helstu skyldur, tækifæri og áskoranir á þessu sviði og hlýtt á reynslusögur og ábendingar um tækifæri í opinberum rekstri.

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála boðar til morgunverðarfundar, í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana, þar sem fjallað verður um grænar áherslur í opinberum rekstri. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl á Grand Hótel Reykjavík. Morgunverður hefst kl. 08.10 og dagskrá hefst kl. 08.30. Fundi lýkur kl. 10.00.

Þátttökugjald er kr. 12.000.

Smelltu hér til að skrá þig.

Dagskrá:

Grænar áherslur í opinberum rekstri

Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar
Þorbjörg Sandra Bakke, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun

Vegferðin að grænu skrefunum fimm

Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri og formaður umhverfisráðs Fiskistofu

Græn innkaup

Brynjólfur Sigurðsson, lögfræðingur hjá Ríkiskaupum

Spurningar í fundarlok

Fundarstjórn:

Gústaf Adolf Skúlason, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála