Header Paragraph

Hádegisfundur 10. maí: Rétturinn til menningar sem mannréttindi: Hávaði, kynbundið ofbeldi og „menningarvörnin“

Image
Fugl situr á sillu með yfirsýn yfir Þingvelli

Hádegisfundur námsbrautar í þjóðfræði og safnafræði, Lagadeildar, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Fulbright stofnunarinnar á Íslandi þann 10. maí í Odda 201 HÍ.
 
Innflytjendur þurfa oft að gefa siði sína upp á bátinn til að laga sig að viðmiðum nýs samfélags. En ættu nýbúar að þurfa að kasta hefðum sínum fyrir róða þrátt fyrir að rétturinn til menningar tilheyri grunnmannréttindum? Hvað geta talist eðlileg takmörk á réttinn til menningar? Að hvaða marki ætti löggjöf t.a.m. að stýra matarháttum fólks? Ætti t.d. að banna innflytjendum að borða hundakjöt vegna þess að hundar teljast til gæludýra í samfélaginu sem þeir flytja til? Ætti að vera heimilt að bera trúarleg tákn á borð við slæður í skólum? Ætti að veita undanþágu frá hávaðatakmörkunum í almannarými fyrir bænaköll? Hvernig ætti löggjöf að taka á siðum á borð við barnabrúðkaup og heiðursmorð? Þó víðsýni og skilningur séu lykilatriði í fjölmenningarsamfélagi þá situr sú spurning eftir hvaða vægi dómstólar ættu að gefa menningunni þegar siðir stangast á við lög. Þessi fyrirlestur um réttinn til menningar sem mannréttindi tekst á við hvernig draga eigi mörkin.
 
Fyrirlesari er Alison Dundes Renteln, prófessor í lögfræði, stjórnmálafræði og þjóðfræði við University of Southern California.
 
Viðburðurinn er á vegum námsbrautar í þjóðfræði og safnafræði, Lagadeildar, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Fulbright stofnunarinnar á Íslandi.