Header Paragraph

Hádegisfundur 11. maí: Staða stjórnmálafræðinnar sem fræðigreinar í smáríkjum

Image
Mynd af Irmina Matonyte, prófessor í stjórnmálafræði ið General Jonas Žemaitis Military Academy í Litháen og Erasmus+ gestakennari

Hádegisfundur Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um stöðu stjórnmálafræðinnar sem fræðigreinar í smáríkjum þann 11. maí í Odda 101, HÍ.
 
Irmina Matonytė prófessor í stjórnmálafræði við General Jonas Žemaitis Military Academy í Litháen og Erasmus+ gestakennari og Eva Marín Hlynsdóttir prófessor í opinberri stjórnsýslu verða með umfjöllun um stöðu stjórnmálafræðinnar í smáríkjum. Erindið er byggt á kaflanum „The Institutionalization of Political Science in Small States: A Comparative Analysis of Estonia, Iceland, Malta, and Slovenia“ sem birtist árið 2022 í bókinni Opportunities and Challenges for New and Peripheral Political Science Communities: A Consolidated Discipline?
 
Verkefnið var hluti af Cost verkefninu Professionalization and Social Impact of European Political Science, sem hafði það að markmiði að skoða stöðu stjórnmálfræðinnar sem faggreinar í Evrópsku samfélagi. Í kaflanum er lagt mat stöðu stjórnmálafræðinnar þegar kemur að skipulagi menntunar á háskólastigi í smáríkjum. Niðurstöðurnar benda til þess að ríki norðar í álfunni séu líklegri til að stofnanavæða stjórnmálafræði með ákveðnari hætti fremur en suðlægari ríki. Einnig hafi fyrrum kommúnistaríki lagt mikla áherslu á alþjóðavæðingu háskólakerfisins og þar með talið stjórnmálafræðinnar.