Header Paragraph

Hádegisfundur 12. október: Vopnvæðing vafans - Traust og fjölmiðlun fyrir og eftir Trump - FRESTAÐ

Image
Alþingi

ÞVÍ MIÐUR HEFUR NEÐANGREINDUM FUNDI VERIÐ FRESTAÐ UM ÓÁKVEÐINN TÍMA

Miðvikudaginn 12. október kl. 12-13 stendur Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, í samstarfi við meistaranám í blaða- og fréttamennsku og Rannsóknarsetur í fjölmiðla- og boðskiptafræðum, að opnum hádegisfundi. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands.

Á fundinum fjallar Christian Christensen um árásir á fjölmiðla af hálfu Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta og ýmissa leiðtoga í Evrópu, út frá hugtakinu „vopnvæðing vafans“. Hann veltir upp spurningum um hvernig vegið sé að lögmæti fjölmiðlunar og annarra mikilvægra stofnana samfélagsins, svo sem æðri menntunar, lagaumhverfis, stjórnmála og jafnvel heilbrigðismála, í því skyni að draga úr trausti og skapa jarðveg fyrir mögulega veikingu þessara stofnana í laga- og efnahagslegu tilliti.

Christian Christensen er prófessor í blaða- og fréttamennsku við Stokkhólmsháskóla.

Fundarstjóri er Valgerður Anna Jóhannsdóttir, lektor í blaða- og fréttamennsku við HÍ.

Fundurinn fer fram á ensku.

Öll velkomin.