HVENÆR
17. desember 2024
16:30 til 17:30
16:30 til 17:30
HVAR
Oddi
Oddi 101
NÁNAR
Útgáfuboð og fyrirlestur í tilefni af útkomu 2. tölublaðs 20. árgangs tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla verður haldið þriðjudaginn 17. desember kl. 16:30, í Odda 101, í HÍ.
Kosið „taktískt“ í forsetakosningunum 2024?
Við opnunina kynnir Viktor Orri Valgarðsson, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og University of Southampton, grein sína, Indriða H. Indriðasonar, Gunnars Helga Kristinssonar, Agnars Freys Helgasonar og Hafsteins Birgis Einarssonar um „taktískar“ kosningar í forsetakosningunum hér á landi í júní 2024.
Fyrirspurnir og umræður verða að erindi loknu og síðan verður boðið upp á léttar veitingar á annarri hæð Odda.
Öll velkomin.