Komið er út á vefnum www.efnahagsmal.is 2. tölublað 19. árgangs ritrýnda tímaritsins Tímarit um viðskipti og efnahagsmál (TVE). Eftirtaldar greinar koma út að þessu sinni:

Reynsla stjórnarkvenna af forystuhæfni, tengslaneti og stuðningi við konur til að gegna forstjórastöðu 
Ásta Dís Óladóttir, Sigrún Gunnarsdóttir, Þóra H. Christiansen og Erla S. Kristjánsdóttir 

Skapandi greinar – listsköpun eða viðskipti?
Steinunn Hauksdóttir og Margrét Sigrún Sigurðardóttir

Eigendastefna opinbers fyrirtækis og ábyrgt eignarhald
Guðrún Erla Jónsdóttir, Runólfur Smári Steinþórsson og Þröstur Olaf Sigurjónsson

Notkun Agile á Íslandi
Edda Ýr Georgsdóttir Aspelund, Sara Sturludóttir og Magnús Þór Torfason

Stuðningur við umönnunarábyrgð karla í völdum fjármála- og orkufyrirtækjum á Íslandi og í Noregi
Ásdís A. Arnalds, Guðný Björk Eydal, Ole Nordfell og Ingólfur V. Gíslason

Einkenni og árangur ólíkra fundarforma: staðfunda, fjarfunda og blandaðra funda
Dagbjört Una Helgadóttir og Arney Einarsdóttir

TVE er gefið út af viðskipta- og hagfræðideildum Háskólans á Bifröst, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Formaður ritstjórnar er Þórhallur Örn Guðlaugsson en ásamt honum sitja í ritstjórn þau Arney Einarsdóttir, Axel Hall, Birgir Þór Runólfsson og Lúðvík Elíasson.