Hvaða kröfur gera reglur stjórnsýsluréttar til stafrænnar stjórnsýslu?

Image
""
HVENÆR
10. janúar 2024
09:00 til 12:00
HVAR
Rafrænt
NÁNAR

Hvaða kröfur gera reglur stjórnsýsluréttar til stafrænnar stjórnsýslu?

Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið

Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur.

  • Miðvikudagurinn 10. janúar 2024, kl. 9.00-12.00
  • Þátttökugjald: kr. 23.500-

Umsjónarmaður og fyrirlesari

  • Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Landsrétt. 

Efni námskeiðsins 

Framfarir í upplýsingatækni eru eitt helsta áhersluatriðið í nútíma stjórnsýslu opinberra stofnana og sveitarfélaga. Stafrænar lausnir og rafrænt viðmót gagnvart borgurunum skapar tækifæri til þess að gera þjónustu hins opinbera bæði ódýrari og skilvirkari og á sama tíma mun aðgengilegri fyrir borgarana. Tækninýjungar á þessu sviði breyta því hins vegar ekki að reglur stjórnsýslu- og upplýsingalaga, sem og aðrar reglur stjórnsýsluréttarins, gilda áfram um samskipti stjórnsýslunnar við borgarana hvort sem þau eiga sér stað í stafrænni eða annarri mynd og að stjórnvöld verða að standast þær kröfur sem leiðir af þessum reglum. 

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu áskoranir sem reynir á við innleiðingu stafrænna lausna út frá reglum stjórnsýsluréttarins og öðrum reglum sem við eiga, svo sem um persónuvernd. Meðal annars verður fjallað um álitamál sem tengjast skráningu upplýsinga og réttindum aðila máls samkvæmt stjórnsýslulögum þegar ákvarðanir eru teknar með stafrænum hætti, t.d. með atbeina algríms (e. algorithms). Þá verður fjallað um hvaða afleiðingar það kann að hafa ef aðferðir sem stjórnvöld nota á sviði upplýsingatækni eru ekki í samræmi við lög og reglur.

Markhópur

Stjórnendur, sérfræðingar og allir aðrir sem koma að og bera ábyrgð á að skipuleggja, þróa og halda úti stafrænni stjórnsýslu og lausnum á því sviði. 

Um fyrirlesara 

Kjartan Bjarni Björgvinsson er dómari við Landsrétt. Hann er með meistarapróf í lögum frá London School of Economics and Political Science og hefur áður meðal annars starfað sem héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, settur umboðsmaður Alþingis, formaður rannsóknarnefndar Alþingis og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.