Hvaða reglur gilda þegar grunn- og framhaldsskólar taka ákvarðanir í málefnum nemenda?

Image
Fólk á fundi
HVENÆR
14. nóvember 2023
09:00 til 12:00
HVAR
Rafrænt
NÁNAR

Hvaða reglur gilda þegar grunn- og framhaldsskólar taka ákvarðanir í málefnum nemenda?

Skráning hér

Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg eftir að því lýkur.

  • Þriðjudagurinn 14. nóvember 2023, kl. 9.00-12.00
  • Þátttökugjald: kr. 23.500-

Umsjónarmaður og fyrirlesari

  • Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Landsrétt

Markhópur

Skólastjórnendur, kennarar og aðrir sem koma að ákvörðunartöku og stefnumótun í málefnum grunn- og framhaldsskóla og nemenda við þá.

Markmið 

Að þátttakendur öðlist yfirsýn yfir helstu reglur stjórnsýslulaga og aðrar reglur sem gilda um stjórnvaldsákvarðanir sem snúa að nemendum.

Viðfangsefni

Kennarar og skólastjórnendur þurfa á hverjum degi að taka fjölmargar ákvarðanir í störfum sínum sem varða málefni nemenda. Sumar ákvarðanir leiða ekki til neinna lögfræðilegra álitamála, enda eru þær einfaldlega liður í kennslu og annarri þjónustustarfsemi skólans. Vissar ákvarðanir eru hins vegar af þeim toga að þær teljast stjórnvaldsákvarðanir í skilningi stjórnsýslulaga. Meðal slíkra ákvarðana eru t.d. tímabundin eða varanleg brottvísun úr skóla eða bann við því að nemandi sæki viðburði á vegum skólans. 

Í því felst að skólinn og starfsfólk hans verður að fylgja reglum stjórnsýslulaga og eftir atvikum öðrum reglum þegar slíkar ákvarðanir eru teknar. Í námskeiðinu verður farið yfir helstu dæmi þess þegar ákvarðanir skólayfirvalda eru innan sviðs stjórnsýslulaga og gefið greinargott yfirlit yfir helstu reglur laganna sem eiga þá við. 

Um fyrirlesara 

Kjartan Bjarni Björgvinsson er dómari við Landsrétt. Hann er með meistarapróf í lögum frá London School of Economics and Political Science og hefur áður meðal annars starfað sem héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, settur umboðsmaður Alþingis, formaður rannsóknarnefndar Alþingis og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.