Hvaða reglur gilda þegar ráða á starfsfólk hjá ríki og sveitarfélögum?
09:00 til 12:30
Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið
Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur.
- Þriðjudaginn 4. mars 2025, kl. 9.00-12.30
- Þátttökugjald: kr. 24.900-
Umsjónarmaður og fyrirlesari:
Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Landsrétt
Markmið
- Að veita yfirsýn yfir helstu lagareglur sem gilda um ráðningu starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum samkvæmt lögum og reglum stjórnsýsluréttarins.
- Að þátttakendur öðlist færni í að beita reglunum í opinberu ráðningarferli, svo sem við auglýsingu starfs, meðferð máls, val á umsækjendum, aðgang að gögnum og rökstuðning ráðningar.
- Öll umfjöllun verður studd raunhæfum dæmum sem farið verður yfir í námskeiðinu.
Í námskeiðinu verður leitast við að svara spurningum á borð við:
- Hvenær er skylt að auglýsa starf og hvaða kröfur eru gerðar til auglýsingar?
- Að hvaða marki er heimilt að færa fólk á milli starfa eða breyta störfum án auglýsingar?
- Hvaða reglur gilda um mat á hæfni umsækjenda um opinber störf og hvaða svigrúm hafa opinberar stofnanir við val á umsækjendum?
- Hvaða gögnum er stofnunum skylt að afhenda umsækjendum og hvaða heimildir hafa stjórnvöld til að takmarka þann aðgang?
- Hvernig á að rökstyðja ráðningu til þess sem óskar eftir því og hversu ítarlegur þarf sá rökstuðningur að vera?
- Er mögulegt og heimilt að nota gervigreindarforrit við meðferð ráðningarmála?
- Umfjöllunin verður studd dæmum og þá m.a. vísað til nýlegra dóma Landsréttar og álita umboðsmanns Alþingis og dóma Hæstaréttar.
Markhópur
Stjórnendur og starfsfólk hjá stofnunum ríkisins og sveitarfélaga, ásamt ráðgjöfum, sem koma að undirbúningi og ákvörðun um ráðningu í opinbert starf og öðrum ákvörðunum í starfsmannamálum.
Kennari:
Kjartan Bjarni Björgvinsson er dómari við Landsrétt. Hann hefur meðal annars starfað sem settur umboðsmaður Alþingis, formaður rannsóknarnefndar Alþingis og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.