Innra eftirlit hjá opinberum aðilum

Image
HVENÆR
6. nóvember 2024
09:00 til 12:00
HVAR
Rafrænt
NÁNAR

Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið

Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur.

    • Miðvikudaginn 6. nóvember 2024, kl. 9.00-12.00
    • Þátttökugjald: kr. 24.900, -

    Umsjónarmaður og fyrirlesari

    Anna Margrét Jóhannesdóttir, innri endurskoðandi Vegagerðarinnar og fyrrverandi fagstjóri fagsviðs innri endurskoðunar hjá Reykjavíkurborg.

    Markhópur

    Stjórnendur og sérfræðingar í stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, stjórnarmenn fyrirtækja í opinberri eigu og kjörnir fulltrúar.

    Markmið

    Að kynna fyrir þátttakendum hugtakið innra eftirlit og mikilvægi markvissrar uppbyggingar innra eftirlits innan skipulagsheilda.

    Á námskeiðinu verður eftirfarandi spurningum svarað

    Hvað er innra eftirlit? Hver ber ábyrgð á innra eftirliti? Hvernig birtist öflug innri eftirlitsmenning innan skipulagsheildar? Hvert er hlutverk áhættugreiningar við uppbyggingu á öflugu innra eftirliti? Hvert er hlutverk innri endurskoðunar ?

    Um fyrirlesara 

    Anna Margrét Jóhannesdóttir er með MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Pennsylvania State University og CIA, faggildur innri endurskoðandi (e. Certified Internal Auditor). Hún hefur starfað við innri endurskoðun í 20 ár, nú sem innri endurskoðandi Vegagerðarinnar en áður starfaði hún meðal annars sem fagstjóri fagsviðs innri endurskoðunar hjá Reykjavíkurborg. Hún hefur haldið námskeið sem og fyrirlestra á ráðstefnum um innra eftirlit, innri endurskoðun og annað efni sem tengist faggrein innri endurskoðunar.