Innri úttektir gæðavottana – þjálfun úttektaraðila

Image
""
HVENÆR
16. nóvember 2022
09:00 til 12:30
HVAR
Stakkahlíð
K-207
NÁNAR

Innri úttektir gæðavottana – þjálfun úttektaraðila

Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið

 

Námskeiðið fer fram í staðnámi í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð, stofu K-207 – Klettur.

  • miðvikudagurinn 16. nóvember, kl. 09:00 - 12:30
  • Þátttökugjald: kr. 21.200-

Umsjónarmaður og fyrirlesari

  • Sigurjón Þór Árnason 

Viðfangsefni

Fram kemur í reglugerðum, stöðlum og vottunum sem opinberir aðilar vinna eftir að skipuleggja eigi og framkvæma innri úttektir reglubundið. Úttektaraðilar innan skipulagseiningarinnar skulu fá reglubundna þjálfun sem innri úttektaraðilar til að geta framkvæmt úttektir. Tilgangur námskeiðsins er að þjálfa tilvonandi innri úttektaraðila gæðakerfis í hugmynda- og aðferðarfæði. Auka hæfni þeirra í skipulagi og framkvæmd úttekta. 

Markhópur

Stjórnendur og starfsfólk hjá ráðuneytum, stofnunum ríkisins og sveitarfélögum sem framkvæma eða bera ábyrgð á innri úttektum.

Nánar um skipulag og efnisþætti námskeiðsins: 

  • Tilgangur og framkvæmd úttekta - Farið yfir tilgang og markmið með innri úttektum
  • Stjórnunarkerfi - Með framkvæmd útteka er verið að sannreyna að stjórnunarkerfið sé virkt og henti starfseminni
  • Verklag við innri úttektir - Farið yfir áætlun, undirbúning, framkvæmd úttekta
  • Dæmi um úttektir - Tekin dæmi um skipulagningu, framkvæmd og skýrslugjöf
  • Samskipti í innri úttektum - Farið yfir hvaða eiginleikar góður úttektarmaður þarf að búa yfir eða geta tileinkað sér

Um fyrirlesara 

Sigurjón Þór Árnason er fyrrum gæða- og upplýsingaöryggisstjóri hjá Veðurstofu Íslands. Hann lauk BSc prófi í rafeindafræðum frá Odense Tekniske Universitet árið 1983 og MPA prófi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands í febrúar 2017. MPA lokaverkefni hans er handbók um innleiðingu öryggisstefnu, framkvæmd áhættumats og áhættumeðferðar hjá opinberum stofnunum. Sigurjón Þór hefur um áratugaskeið starfað við tölvu- og upplýsingaöryggismál, bæði hjá opinberum stofnunum og sem ráðgjafi. Hann er Lead Auditor í ISO 27001 staðlinum fyrir stjórnkerfi upplýsingaöryggis og annar höfundur bókarinnar „How to Achieve 27001 Certification: An Example of Applied Compliance Management“. Að auki hefur Sigurjón Þór verið stundakennari í diplómanámi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.