Loftslagsmál: Verkefni, tækifæri og skyldur sveitarfélaga

Image
Fólk á fyrirlestri
HVENÆR
2. febrúar 2023
09:00 til 12:00
HVAR
Rafrænt
NÁNAR

Loftslagsmál: Verkefni, tækifæri og skyldur sveitarfélaga

Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið

 

Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur.

  • Fimmtudagurinn 2. febrúar 2023, kl. 9.00-12.00
  • Þátttökugjald: kr. 21.500-

Umsjónarmaður og fyrirlesari

  • Stefán Gíslason, umhverfisráðgjafi hjá UMÍS ehf. Environice

Um námskeiðið

Í lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012 með síðari breytingum, segir m.a. í 5. gr. c: „Stjórnarráð Íslands, stofnanir ríkisins, fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins og sveitarfélög skulu setja sér loftslagsstefnu. Stefnan skal innihalda skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun starfseminnar ásamt aðgerðum svo að þeim markmiðum verði náð.“

Á námskeiðinu verður fjallað um loftslagsstefnu sveitarfélaga og annarra opinberra aðila, leiðir til að mæta lagakröfunum, um eðli loftslagsvandans og um ýmis tækifæri sveitarfélaga til að gera enn betur á þessu sviði en kveðið er á um í lögum.

Markmið

Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist yfirsýn og skilning á þeim skyldum í loftslagsmálum sem sveitarfélög eiga að sinna samkvæmt gildandi lögum. Fjallað verður um kröfur laganna, hvernig hægt sé að uppfylla þær og móta stefnu í þeim efnum. Enn fremur verður fjallað um eðli loftslagsáskorana og um tækifæri til að ná meiri árangri en lög kveða á um, svo sem með útvíkkun loftslagsstefnunnar, áherslum í skipulagsáætlunum og gerð aðlögunaráætlana.

Markhópur

Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum, stjórnendur og sérfræðingar með ábyrgð á stefnumótun sveitarfélaga, sérstaklega í umhverfis- og loftslagsmálum.

Um fyrirlesara 

Stefán Gíslason er umhverfisstjórnarfræðingur að mennt og síðustu rúm 20 ár hefur hann rekið eigið fyrirtæki í umhverfisráðgjöf, Umhverfisráðgjöf Íslands – eða Environice, með höfuðstöðvar í Borgarfirði.

Áður starfaði hann m.a. í 12 ár sem sveitarstjóri á Hólmavík. Helstu viðfangsefni Stefáns og samstarfsfólks hans hjá Environice tengjast loftslagsmálum og úrgangsmálum. Þau hafa einkum sinnt verkefnum fyrir ráðuneyti, stofnanir og sveitarfélög, en einnig í nokkrum mæli fyrir samtök af ýmsu tagi og einstök fyrirtæki.