Meðferð persónuupplýsinga í stjórnsýslunni - algengustu álitaefni

Image
Morgunverðarfundur 16. nóvember
HVENÆR
30. janúar 2024
09:00 til 12:30
HVAR
Rafrænt
NÁNAR

Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið

ATH Breytt dagsetning. Námskeiðið verður haldið 30. janúar. 

Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur.

  • Þriðjudagurinn 30. janúar 2024, kl. 9.00-12.30
  • Þátttökugjald: kr. 23.500-

Umsjónarmaður og fyrirlesari

  • Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Landsrétt. 

Viðfangsefni 

Lög nr. 90/2018 og reglugerð ESB sem lögin byggjast á (GDPR) eiga við um alla meðferð persónuupplýsinga í stjórnsýslunni. Í þessu námskeiði verður áherslan á að svara spurningum um hvenær lögin gildi og hver séu helstu skilyrðin fyrir því að opinberar stofnanir geti unnið með persónuupplýsingar. Farið verður yfir helstu hugtök laganna, eins hverjir teljist ábyrgðar- og vinnsluaðilar við meðferð persónupplýsinga og hvaða kröfur verða gerðar til stjórnvalda þegar þau fá utanaðkomandi aðstoð við meðferð mála. Þá verður fjallað um réttindi skráðra aðila til að fá upplýsingar um sig á grundvelli persónuverndarlaga. 

Markmið

Að þátttakendur kunni skil á helstu kröfum sem gerðar eru til meðferðar persónuupplýsinga í stjórnsýslunni og þekki helstu þætti í framkvæmd persónuverndar sem hafa þýðingu fyrir opinberar stofnanir. 

Markhópur 

Allir sem starfa hjá eða með opinberum stofnunum/sveitarfélögum og fara með persónuupplýsingar í því starfi.

Umsagnir þátttakenda

  • "Kennari kemur efni mjög vel frá sér á skýran og skemmtilegan hátt. Myndi 100% mæta á sambærilegt námskeið aftur."
  • "Alltaf skemmtilegt að koma á námskeið hjá Kjartani þar sem hann talar um lagaleg málefni á mannamáli."
  • "Góð tenging efnis við dóma og úrskurði. Skemmtilega framsett og kennari hélt "erfiðu" efni áhugaverðu."

Um fyrirlesara

Kjartan Bjarni Björgvinsson er dómari við Landsrétt. Hann er með meistarapróf í lögum frá London School of Economics and Political Science og hefur áður meðal annars starfað sem héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, settur umboðsmaður Alþingis, formaður rannsóknarnefndar Alþingis og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.