Notkun gervigreindar í stjórnsýslunni - möguleikar og takmarkanir. Nýtt námskeið

Image
HVENÆR
28. apríl 2025
13:00 til 16:30
HVAR
Rafrænt
NÁNAR

Nýtt námskeið sem ætlað er að veita innsýn inn í lagalega umgjörð um notkun skapandi gervigreindar í stjórnsýslunni og þær breytingar sem eru í vændum í gegnum nýja löggjöf Evrópusambandsins sem Ísland kann að vera skuldbundið að innleiða samkvæmt EES-samningnum. 

Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið
 

Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur.

  • Mánudaginn 28. apríl 2025, kl. 13.00-16.30
  • Þátttökugjald: kr. 24.900-

Umsjónarmaður og fyrirlesari:
Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Landsrétt

Markmið og markhópur námskeiðs: 
Námskeiðið er ætlað öllu starfsfólki í stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga sem vill öðlast þekkingu á hvernig nýta megi gervigreind í stjórnsýslunni án þess að fara á svig við gildandi lagareglur á sviði stjórnsýslu- og persónuverndarréttar. 

Uppbygging námskeiðs: 
Í námskeiðinu verður leitast við að svara eftirfarandi spurningum:

  • Hvað er skapandi gervigreind (e. generative artificial intelligence) og hvernig er hún frábrugðin fyrri tæknilausnum sem notaðar hafa verið í stjórnsýslunni? 
  • Hvaða aðferðir liggja að baki stórum tungumálalíkönum eins og ChatGPT og hvernig er hægt að þjálfa og stilla slík líkön til að aðstoða stjórnvöld út frá þeirri stjórnsýsluframkvæmd sem þegar er til staðar,  m.a. til að tryggja samræmi við töku matskenndra ákvarðana. 
  • Að hvaða atriðum verða stjórnvöld að huga þegar þau þróa eða festa kaup á lausnum sem nýta skapandi gervigreind? Fjallað verður um þær kröfur sem gerðar eru til vinnslu persónuupplýsinga í gegnum skapandi gervigreind samkvæmt núgildandi persónuverndarlögum og reglum stjórnsýsluréttar. Þá verður fjallað um hvort og hvernig kröfur til stjórnvalda aukast með tilkomu væntanlegrar reglugerðar ESB um gervigreind. 
  • Í námskeiðinu verður einnig fjallað um hvaða hættur gervigreind af þessum toga hefur í för með sér, t.d. í tengslum við gagnsæi í stjórnsýslunni og jafnræði borgaranna gagnvart stjórnvöldum. 
  • Þá verður jafnframt fjallað um þau vandamál sem hafa komið upp á Norðurlöndum þegar stjórnvöld hafa fótað sig áfram með innleiðingu skapandi gervigreindar við eftirlit með einkaaðilum og undirbúning ákvarðana. 

Um fyrirlesara:
Kjartan Bjarni Björgvinsson er dómari við Landsrétt. Hann hefur meðal annars starfað sem settur umboðsmaður Alþingis, formaður rannsóknarnefndar Alþingis og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.