Ný skýrsla: Reynsla kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum
Kjörnir fulltrúar gefa kost á sér til starfa í íslenskum sveitarstjórnum til að láta gott af sér leiða og upplifa árangur af störfum sínum. Á hinn bóginn vinna þeir talsvert meira heldur en fulltrúar í sveitarstjórnum annars staðar á Norðurlöndum eða að meðaltali 50 klst. á mánuði. Ef kjörnir fulltrúar sem hafa setu í sveitarstjórn að aðalstarfi eru teknir frá þá fellur meðaltalið niður í 40 klst. á mánuði. Ríflega helmingur hópsins hefur upplifað mikið álagi í starfi til lengri tíma að því er fram kemur í könnun Evu Marínar Hlynsdóttur, prófessors í opinberri stjórnsýslu við HÍ, um reynslu og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi.
Ítarlega er gerð grein fyrir niðurstöður könnunarinnar í meðfylgjandi skýrslu.