Nýr Verkefnisstjóri

Við bjóðum nýjan verkefnisstjóra stofnunarinnar, Arnar Núma Sigurðarson, velkominn til starfa. Arnar Númi er með bakkalárgráðu í stjórnmálafræði og meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Hann hefur fyrir starfað hjá Sendinefnd ESB á Íslandi og hjá Uppbyggingarstjóði EES.

Hjá stofnuninni mun Arnar Númi m.a. koma að aðstoð við rannsóknir fræðimanna við Stjórnmálafræðideild, útgáfu ritrýndra tímarita, umsjón með opnum fundum, námskeiðum, vefsíðu og samfélagsmiðlum.

Deila