Vekjum athygli á nýju námskeiði, Eftirlitsumhverfið og innra eftirlit hjá opinberum aðilum, sem haldið verður 29. mars nk. 

Á námskeiðinu verður eftirfarandi spurningum svarað: Hvað er innra eftirlit? Hver ber ábyrgð á innra eftirliti? Hvernig birtist öflug innri eftirlitsmenning innan skipulagsheildar? Hvert er hlutverk áhættugreiningar við uppbyggingu á öflugu innra eftirliti? Hvers konar eftirlitsaðgerðir skipta máli við uppbyggingu á öflugu innra eftirliti?
 
Gott innra eftirlit er mikilvægur þáttur í starfsemi ríkis og sveitarfélaga þar sem tilgangur öflugs innra eftirlits er að styðja skipulagsheildina við að ná markmiðum sínum, auka skilvirkni og að sama skapi draga úr hættu á mögulegu misferli. Farið verður yfir skilgreiningu á innra eftirliti og hvernig best verði staðið að uppbyggingu þess hjá skipulagsheildum á grundvelli alþjóðlegs eftirlitslíkans er kallast COSO.
 
Smelltu hér fyrir skráningu og nánari upplýsingar