Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið
Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur.
- Miðvikudaginn 26. nóvember 2025, kl. 9.00-12.00
- Þátttökugjald: kr. 26.500-
Umsjónarmaður og fyrirlesari:
Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Landsrétt
Efni námskeiðs:
Þrátt fyrir að ákvarðanir stjórnvalda séu bindandi geta málsaðilar engu að síður átt rétt á því að mál þeirra séu tekin til meðferðar. Slíkur réttur getur til dæmis verið til staðar ef ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.
Endurupptaka er oft og tíðum einföld og skjótvirk leið fyrir aðila til að fá leiðréttingu mála sinna. Í námskeiðinu verður farið yfir hvenær stjórnvöldum er skylt að endurupptaka mál og hvernig þeim beri þá að leysa úr beiðnum aðila um endurupptöku. Þá verður varpað ljósi á hvort stjórnvöldum beri í einhverjum tilvikum að hafa frumkvæði að því að endurskoða ákvarðanir, t.d. í framhaldi af niðurstöðum dómstóla eða umboðsmanns Alþingis.
Markhópur:
Námskeiðið er ætlað stjórnendum og sérfræðingum sem bera ábyrgð á stjórnvaldsákvörðunum hjá ríki og sveitarfélögum, lögmönnum og öðrum sérfræðingum sem eiga í samskiptum við stofnanir ríkis og sveitarfélaga.
Um fyrirlesara:
Kjartan Bjarni Björgvinsson er dómari við Landsrétt. Hann hefur meðal annars starfað sem héraðsdómari, settur umboðsmaður Alþingis, formaður rannsóknarnefndar Alþingis og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.