Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála boðar til morgunverðarfundar, í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana, þar sem fjallað verður um óvægna umræðu og áreitni við opinbera starfsmenn. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 6. nóvember á Grand Hótel Reykjavík. Morgunverður hefst kl. 08.10 og dagskrá hefst kl. 08.30. Fundi lýkur kl. 10.00.

Á fundinum kynnir Þóra Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og MPA í opinberri stjórnsýslu, niðurstöður rannsóknar sinnar á upplifun opinberra starfsmanna af óvæginni umræðu og áreitni í þeirra garð. Rannsóknin byggði meðal annars á viðtölum við opinbera starfsmenn sem upplifðu margir varnarleysi gagnvart hörku í þeirra garð, þar sem þeir eru bundnir þagnarskyldu og geta ekki leiðrétt rangfærslur á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum. Nokkrir höfðu lent í grófum tilfellum óvæginnar umræðu og áreitni, allt frá myndbirtingum á netinu til hótana og jafnvel líkamlegs ofbeldis. Þóra fjallar jafnframt um tillögur viðmælendanna til úrbóta, en þeir töldu kerfið vera úrræðalaust og að þeir fengju ekki viðeigandi aðstoð í krefjandi aðstæðum.

Fyrst fjallar Jón Gunnar Ólafsson, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, á almennari hátt um samskipti í breyttum heimi og um aukna skautun og hörku í umræðu á netinu, meðal annars í tengslum við stjórnmál.

Þátttökugjald er kr. 14.000.

Smelltu hér til að skrá þig.
 
Dagskrá:

Samskipti og skautun í breyttum heimi
Jón Gunnar Ólafsson, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands

Óvægin umræða og áreitni við opinbera starfsmenn, tillögur að úrbótum
Þóra Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og MPA í opinberri stjórnsýslu, sem kynnir rannsókn sína

Spurningar og umræður í fundarlok
 
Fundarstjórn:
Gústaf Adolf Skúlason, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála
 

Deila