Header Paragraph

Ráðstefna 24. maí: Hverju skiptir lögmæti fyrir góða stjórnarhætti?

Image
Alþingi

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála kynnir lokaráðstefnu rannsóknarverkefnisins „Hefur lögmæti áhrif?“ sem styrkt var af Rannsóknarsjóði en í verkefninu var sjónum beint að hvort tengsl væru á milli skattaundanskota, spillingar og popúlisma. Ráðstefnan fer fram þann 24. maí kl. 15-17:30 í Odda 101 í Háskóla Íslands.

Þegar því er haldið fram að traust á stjórnvöldum fari hnignandi í mörgum ríkjum hlýtur lögmæti – það hversu réttmætt tilkall til valda er – að vera tímabært og mikilvægt umræðuefni. Lögmæti er af mörgum talið forsenda fyrir góðum stjórnarháttum. Ólögmæt stjórn, sem oft byggir á harðstjórn og geðþótta, getur leitt til átaka, borgaralegrar óhlýðni og á endanum til hruns ríkisvalds. Minna er hins vegar vitað um það hvernig ríki ávinna sér lögmæti og jafnframt hefur vantar rannsóknir á því hvernig lögmæti hefur áhrif á hegðun borgaranna. Við höfum hug á að varpa ljósi á þetta með því að skoða á gagnrýninn hátt kjarna kenninga um lögmæti með hliðsjóna af niðurstöðum reynsluathugana.

Áhugafólk um félags- og hugvísindi ættu ekki að láta sig vanta á þessa ráðstefnu þar sem leitast verður við að svara fræðilegum jafnt sem hagnýtum spurningum um málefnið. Stefnumótendur, stjórnendur og sveitarstjórnarfólk eru meðal þeirra hópa sem gætu fundið eitthvað við sitt hæfi í þessum umræðum.

Viðburðurinn fer fram á ensku.

Inngangsfyrirlestrar:
Peter Esaiasson, prófessor við Stjórnmálafræðideild háskólans í Gautaborg: Skiptir sigurinn öllu máli? Um mikilvægi þess að sanngirni sé gætt í meðferð stjórnsýslumála til að borgararnir líti á óvinsælar ákvarðanir stjórnvalda sem lögmætar

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands: Hvernig rannsóknir á lögmæti grafa undan nálgun sáttmálahyggju að ríkinu

Þátttakendur í panel:

Carl Dahlström, prófessor við Stjórnmálafræðideild háskólans í Gautaborg, Gissur Ó. Erlingsson, prófessor við menningar- og félagsvísindadeild háskólans í Linköping, Monika Bauhr, prófessor við Stjórnmálafræðideild háskólans í Gautaborg, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og Eva H. Önnudóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Boðið verður upp á léttar veitingar í Odda að málþingi loknu og eru öll velkomin.