Ráðstefnukall og nafnasamkeppni
Ráðstefna Félags stjórnmálafræðinga og Félagsfræðingafélags Íslands, í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála
– 6. september 2024 –
For English see below
Ráðstefna Félags stjórnmálafræðinga og Félagsfræðingafélag Íslands verður haldin í þriðja sinn föstudaginn 6. september 2024. Ráðstefnan verður haldin í Háskóla Íslands í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.
Bæði er gefinn kostur á því að senda inn tillögu að málstofu með að lágmarki fjórum til sex greinum og tillögu að grein sem verður úthlutað til málstofu. Tillögur að málstofum skulu vera að hámarki 500 orð og tillögur að greinum að hámarki 500 orð. Tillögur skulu sendar til Evu H. Önnudóttur á netfangið eho@hi.is eigi síðar en 5. júní 2024. Gengið verður frá endanlegri dagskrá fyrir 20. júní.
Vakin er athygli á því að ráðstefnuna vantar gott nafn og efna skipuleggjendur hér með til samkeppni um framtíðarnafn á ráðstefnuna. Verðlaunahafi fær að sjálfsögðu niðurfellt ráðstefnugjald og verður heiðraður sérstaklega undir lok dags á ráðstefnunni. Hægt er að senda tillögur að nafni allt til 15.ágúst til Evu H. Önnudóttur (eho@hi.is) og Ásdísar Arnalds (aaa1@hi.is)
Um ráðstefnuna
Ráðstefnan er ætluð fræðimönnum á sviði félagsvísinda, þar með töldum doktorsnemum. Gert er ráð fyrir að minnsta kosti fjórum málstofum, sem hver um sig afmarkar ákveðið svið innan félagsvísinda, svo sem alþjóðastjórnmál, heilbrigði og vellíðan, opinbera stjórnsýslu og kynjafræði. Fjöldi málstofa og yfirskrift þeirra mun ráðast af þeim erindum sem verða samþykkt á ráðstefnuna.
Þátttakendur í ráðstefnunni eru beðnir um að senda uppkast að grein (u.þ.b. 3000-6000 orð) til málstofustjóra eigi síðar en 7 dögum fyrir ráðstefnudaginn, eða þann 30.ágúst. Greinardrög geta verið allt frá hugmynd að rannsókn eða greinar/kaflar sem er nær fullbúinn til ritrýningar. Málstofustjórar munu sjá um að úthluta umræðuaðila á hverja grein og hver þátttakandi mun frá rúman tíma (u.þ.b. 30-40 mínútur) til að kynna og ræða sína grein. Þeir sem vilja bjóða sig fram til að taka að sér málstofustjórn eru beðnir um að senda Evu H. Önnudóttur tölvupóst þess efnis á netfangið eho@hi.is.
Ráðstefnugjald: 14.000 krónur.
Ráðstefnugjald með afslætti fyrir doktorsnema: 9.000 krónur.
*Ath; kvöldverður er ekki innifalinn í ráðstefnugjaldi.
Uppkast að dagskrá:
08:00-14:00 Málstofur.
14:00-16:30 Opin dagskrá þar sem fjallað verður um hvernig sótt er að stöðu félagsvísinda á Íslandi. Nánari dagskrá kynnt síðar.
16:30 – 18:30 Léttar veitingar í lok dags
19:30 Um kvöldið verður svo boðið upp á það að ráðstefnugestir hittist og borði saman á góðum veitingastað í Reykjavík. Staður og verð auglýst síðar.
Fyrirspurnum skal beint Evu H. Önnudóttir (eho@hi.is - Félags stjórnmálafræðinga) eða Ásdísar Arnalds (aaa1@hi.is - Félagsfræðingafélags Íslands).
Call for proposals
The third joint conference of the Icelandic Political Science Association and the Sociology Association in Iceland in cooperation with the Institute of Public Administration and Politics
– 6 September 2024 –
The Icelandic Political Science Association and Sociology Association in Iceland will host their third joint conference on the 6 September 2024. The conference will be held at the University of Iceland and is hosted in cooperation with the Institute of Public Administration and Politics.
The call includes proposals for workshops with four to six papers and/or a single paper that will be allocated to a workshop. Workshop and paper proposals should be maximum 500 words and sent to Eva H. Önnudóttir via email, eho@hi.is, no later than 5 June 2024. The final academic programme will be announced no later than 20 June.
The conference lacks a good name, and the organizers hereby invite competition for a future name for the conference. The winner will receive a waived conference fee and will be honored for his/her/its contribution at the end of the day of the conference. Suggestions for names can be submitted until August 15th to Eva H. Önnudóttir (eho@hi.is) and Ásdís Arnalds (aaa1@hi.is).
About the conference
The conference is intended for academics who are working within the broad field of social science, including doctoral students. The academic programme will be in the format of workshops, where each workshop covers a sub-field within the discipline, such as international relations, health and welfare, public governance and gender studies. The number and subject of the workshops will depend on the papers accepted for the conference.
Participants are asked to send a draft of their paper (approximately 3000-6000 words) to the chair of their workshop no later than seven days before the conference, or 31 August. The drafts can be all from a research idea to a nearly publishable draft. The chair of each workshop will organise discussants for each paper. Each participant will have approximately 30-40 minutes to present and discuss his or her paper. Those who would like to volunteer as a chair, please contact Eva H. Önnudóttir (eho@hi.is).
Conference fee: 14,000 ISK.
Conference fee for doctoral students: 9,000 ISK
*Note; the conference fee does not cover the conference dinner.
Draft of the programme:
08:00-14:00 Workshops
14:00-16:30 Plenary talks and/or a panel about the status of the social sciences in Iceland. The programme will be in Icelandic.
16:30 – 18:30 Reception
19:30 A conference dinner will be organized in the evening. Place and menu to be announced later.
If you have any questions, please contact Eva H. Önnudóttir (eho@hi.is - Icelandic Political Science Association) or Ásdís Arnalds (aaai@hi.is - Sociology Association in Iceland).