Starfsmannamál og persónuvernd: Hvaða reglur gilda um meðferð persónuupplýsinga starfsmanna?

Image
Ráðstefna um umhverfisvá
HVENÆR
22. mars 2023
09:00 til 12:30
HVAR
Rafrænt
NÁNAR

Starfsmannamál og persónuvernd: Hvaða reglur gilda um meðferð persónuupplýsinga starfsmanna? 

Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið

 

Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg eftir að því lýkur.

  • Miðvikudagurinn 22. mars 2023, kl. 9.00-12.30
  • Þátttökugjald: kr. 21.500-

Umsjónarmaður og fyrirlesari

  • Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Markhópur

Allir sem vinna í mannauðsmálum, starfsmannastjórn eða að öðrum málefnum starfsmanna, hvort sem er í opinberri stofnun eða á almennum vinnumarkaði.  

Námskeiðið hentar fyrir þá sem bera ábyrgð á starfsmannamálum innan stofnana og fyrirtækja en einnig þeim sem koma að slíkum málum sem sjálfstæðir ráðgjafar, lögfræðingar eða fulltrúar stéttarfélaga.  Námskeiðið hentar vel þeim sem hafa ákveðna grunnþekkingu á persónuverndarlöggjöfinni en vilja fá aukna innsýn inn í hvernig unnið er með reglurnar í framkvæmd á sviði þar sem mikið reynir á þær. 

Viðfangsefni

Á námskeiðinu verður fjallað um hvaða kröfur verða leiddar af núgildandi persónuverndarlögum nr. 90/2018 og samsvarandi reglugerð ESB (GDPR) um vinnslu persónuupplýsinga um starfsmann. Fjallað verður um helstu álitamál sem koma upp í hjá mannauðsstjórn og starfsmönnum, grunnreglur löggjafarinnar sem og nýlega framkvæmd innanlands sem erlendis. 

Markmið 

Að veita þátttakendum yfirsýn yfir helstu álitamál og reglur þannig að þeir auki færni sína í að fara rétt með persónuupplýsingar í starfi. Í námskeiðinu verður sjónum beint að vinnslu almennra og viðkvæmra persónuupplýsinga í starfsmannamáli og fjallað um þau vandamál sem kunna að fylgja eftirliti með starfsmönnum, t.d. viðveru, tölvunotkun og þátttöku á samfélagsmiðlum. Meðal atriða sem farið verður yfir eru hvaða reglur gilda um: 

  • Umsóknir, meðmæli, persónuleikapróf og upplýsingar sem aflað er í leitarvélum eða á samfélagsmiðlum
  • Almennar upplýsinga um starfsmenn, svo sem símanúmer, netföng, menntun, laun, reikningsupplýsingar og kennitölu.
  • Ljósmyndir af starfsmönnum og myndbandsupptökur.
  • Gögn um fjarveru og heilbrigðisvandamál
  • Sakavottorð starfsmanna, upplýsingar um félagsleg vandamál og fjárhagsmálefni, þ. á m. upplýsingar af vanskilaskrá. Upplýsingar sem aflað er í starfsmannasamtölum eða við frammistöðumat
  • Heimildir til að miðla upplýsingum til þriðja aðila, svo sem stéttarfélags og trúnaðarmanna.
  • Upplýsingar úr tölvupósti starfsmanna, netnotkun þeirra og það sem þeir birta á samfélagsmiðlum, sem og upplýsingar sem aflað er með rafrænni vöktun.
  • Fyrir hvaða meðferð þarf að afla samþykkis og hvaða kröfur verða gerðar til samþykkis? 

Um fyrirlesara 

Kjartan Bjarni Björgvinsson er héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Kjartan var formaður úttektarnefndar ÍSÍ og einn af höfundum skýrslu um úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna frásagna um kynferðisofbeldi sem kynnt var í desember sl. Kjartan er með meistarapróf í lögum frá London School of Economics and Political Science og hefur meðal annars starfað sem settur umboðsmaður Alþingis, formaður rannsóknarnefndar Alþingis og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.