Header Paragraph

Tímaritið Stjórnmál & stjórnsýsla komið út

Image
Stjórnmál og stjórnsýsla

Komið er út á vefnum irpa.is hausthefti tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla. Að þessu sinni koma út fjórar ritrýndar fræðigreinar um fjölbreytt viðfangsefni sem tengjast stjórnmálum og stjórnsýslu. Greinarnar sem koma út að þessu sinni eru:

„Segðu satt“: Pólitískt traust og væntingar til stjórnmálafólks á Íslandi, 2020-2023
Viktor Orri Valgarðsson og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir.

Meira traust hjá þeim sem meira hafa: Áhrif auðmagns og upplifunar af ójöfnuði á traust til stjórnmála
Sigrún Ólafsdóttir og Jón Gunnar Bernburg.

The Wicked Problem of Regional Development Policy in Iceland 
Anna Guðrún Edvardsdóttir, Rannveig Ólafsdóttir og Allison Williams.

Eru vannýtt tækifæri til að draga úr skattsvikum? Spjótum beint að siðferði og persónuleika 
Arna Laufey Steinarsdóttir og Auður Hermannsdóttir.

Ritstjóri tímaritsins er Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Auk hans sitja í ritstjórn þau Agnar Freyr Helgason dósent, Eva Marín Hlynsdóttir prófessor og Eva Heiða Önnudóttir prófessor, öll við Stjórnmálafræðideild HÍ, auk Gústafs Adolfs Skúlasonar, forstöðumanns Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ, sem er útgefandi tímaritsins.
Haldinn er opinn fundur í tilefni útgáfunnar kl. 16:30 á útgáfudag, 14. desember, í Odda 101 í Háskóla Íslands. Þar kynna þau Viktor Orri Valgarðsson og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir framangreinda grein sína um pólitískt traust og væntingar til stjórnmálafólks á Íslandi, 2020-2023. Í kjölfar fundarins er boðið upp á léttar veitingar í kaffistofu kennara í Odda og eru allir fundargestir velkomnir.