Header Paragraph

TVE - Kall eftir greinum: Skilafrestur fyrir innsendar greinar er 1. apríl nk.

Image
Frá fundi vegna útgáfu TVE, Tímarits um viðskipti og efnahagsmál, Magnús Þór Torfason

Tímarit um viðskipti og efnahagsmál (TVE) stefnir að útgáfu fyrsta tölublaðs 19. árgangs veftímaritsins í júní næstkomandi. Skilafrestur fyrir innsendar greinar er 1. apríl nk.
 
Sniðmát fyrir greina og leiðbeiningar fyrir höfunda má finna á vef tímaritsins www.efnahagsmal.is.
 
Tímaritinu er ætlað að vera vettvangur fyrir fræðilegar ritgerðir í viðskipta- og hagfræði. Það er gefið út af viðskipta- og hagfræðideildum Háskóla Íslands, viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanka Íslands. Í ritnefnd sitja fulltrúar allra samstarfsaðila. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands heldur utan um útgáfu tímaritsins.