Header Paragraph

TVE komið út - átta ritrýndar fræðigreinar

Image

Út er komið 2. tölublað 21. árgangs ritrýnda tímaritsins TVE-Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, á vefnum efnahagsmal.is. Að þessu sinni koma út átta ritrýndar fræðigreinar:

Stærðarhagkvæmni í rekstri íslenskra sveitarfélaga greind eftir málaflokkum þeirra
Vífill Karlsson og Stefán Kalmansson

Samfélagsskýrslur fyrirtækja
Bragi Rúnar Jónsson, Runólfur Smári Steinþórsson og Þröstur Olaf Sigurjónsson

Nýsköpun í opinbera geiranum – svæðisbundinn munur á höfuðborg og landsbyggð
Daði Már Steinsson, Hannes Ottósson og Magnús Þór Torfason

Stjórnendaleit: Hlutverk og ábyrgð ráðgjafa í ráðningarferli forstjóra 
Þóra H. Christiansen, Ásta Dís Óladóttir og Hrefna Guðmundsdóttir

The Dairy Support System: Who loses and who gains when quotas are tradeable?
Birgir Þór Runólfsson og Ragnar Árnason

Eru endurskoðendur reiðubúnir fyrir sjálfbærniskýrslur?
Eyþór Ívar Jónsson og Jón Snorri Snorrason 

Sjálfbærnireikningsskil fyrirtækja og áhrif á störf stjórna
Heiða Óskarsdóttir, Þröstur Olaf Sigurjónsson og Runólfur Smári Steinþórsson

Upplifa stjórnarmenn í íslenskum fyrirtækjum þrýsting frá haghöfum í átt að sjálfbærni?
Margrét Sigrún Sigurðardóttir og Erlingur Einarsson

Útgefendur TVE eru Seðlabanki Íslands og viðskipta- og hagfræðideildir Háskólans á Bifröst, Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands. Formaður ritstjórnar er Þórhallur Örn Guðlaugsson, prófessor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála hefur umsjón með útgáfunni. Sjá nánar um tímaritið á vef þess efnahagsmal.is