Útgáfa
Stofnunin stendur fyrir útgáfu á vinnupappírum (e. working papers) sem fjalla um viðfangsefni á sviðum stjórnmála- og stjórnsýslufræða.
Um er að ræða handrit að tímarits- og/eða ráðstefnugreinum sem enn eru á vinnslustigi og hafa ekki farið í gegnum ritrýniferli.
2018
Tímaritið birtir greinar ýmist á ensku eða íslensku og er gefið út á vefformi tvisvar á ári
- vorhefti um miðjan júní
- hausthefti um miðjan desember
Megintilgangur tímaritsins er að gera fræðilegt efni um íslenska stjórnsýslu og stjórnmál aðgengilegt með það fyrir augum að auka við þekkingu og efla faglega umræðu á þessu sviði.
Höfundar efnis eru fræðimenn í stjórnmálafræði, stjórnsýslufræði, hagfræði, viðskiptafræði, sagnfræði, kynjafræði, lögfræði, félagsfræði, stjórnunarfræði, sálfræði, fötlunarfræði, fjölmiðlafræði og fleiri tengdum greinum.
Þá hafa stjórnmálamenn, embættismenn og starfsmenn ríkis og sveitarfélaga lagt tímaritinu til efni m.a. í almennum greinum. Bókadómar eru jafnframt fastur þáttur í útgáfunni.
Í tímaritinu eru eftirtaldir efnisflokkar:
- Ritrýndar fræðigreinar
- Greinar almenns eðlis
- Bókadómar
Í tímaritinu er að finna slóðir á útdrætti úr lokaritgerðum háskólanema í stjórnmála- og stjórnsýslufræðum.
Stjórnmála- og stjórnsýslufræðingatal er þar að finna. Einnig tengla á efni er varða fagsvið stjórnmála- og stjórnsýslufræða svo sem fræðitímarit sem aðgengileg eru á vefnum, samtök stjórnmálafræðinga og stjórnsýslufræðinga og fleira.
Hægt er að gerast áskrifandi að prentaðri útgáfu tímaritsins með því að senda stofnuninni tölvupóst (stjornsyslaogstjornmal@hi.is) og kostar áskrift kr. 5.800- á ári. Einnig er hægt að kaupa eldri eintök. Tímaritið hefur verið gefið út frá árinu 2005.
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Samband íslenskra sveitarfélaga stóðu saman að útgáfu rafræns rits í mars 2012 sem ber heitið "Leiðsögn um lýðræði í sveitarfélögum".
Ritstjórar ritsins voru Gunnar Helgi Kristinsson, Margrét S. Björnsdóttir og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir.
Á árunum 2006-2007 fór fram umfangsmikil rannsókn Ómars H. Kristmundssonar dósents á stjórnun og starfsumhverfi ríkisstofnana.
Í tengslum við rannsóknina sömdu Ómar og Margrét S. Björnsdóttir Handbók um stjórnunarmat, sem er tæki fyrir stofnanir til eftirfylgni á rannsókninni innan viðkomandi stofnunar.
Handbókin var gefin út á vegum Stofnunar Stjórnsýslufræða og stjórnmála árið 2007. Árið 2014 var útgáfan endurskoðuð og hægt er að ná í rafrænt eintak af handbókinni hér.