Hvenær
11. desember 2025
17:00 til 19:00
Hvar
Háskólatorg
Litla torg
Nánar

Útgáfuhóf bókarinnar Sjálfstjórn og bolmagn sveitarfélaga
Öll velkomin.

Sjálfstjórn og bolmagn sveitarfélaga er heiti nýrrar bókar sem Háskólaútgáfan gefur út. Ritstjórar eru þau Eva Marín Hlynsdóttir, Gunnar Helgi Kristinsson, Sigurður Á. Snævarr og Trausti Fannar Valsson. Þau eru jafnframt höfundar, ásamt með Aðalheiði Jóhannsdóttur. Fræðilegur ritstjóri er Róbert Ragnarsson.

Útgáfuhóf 11. desember
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stendur fyrir útgáfuhófi bókarinnar á Litla torgi (Háskólatorgi) í Háskóla Íslands, fimmtudaginn 11. desember kl. 17:00 – 19:00. Höfundar og ritstjórar árita bókina. Léttar veitingar. Öll velkomin.

Um bókina
Árið 2022 voru liðin 150 ár frá því að formleg sjálfstjórn sveitarfélaga á Íslandi komst á með tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi og tilskipun um bæjarstjórn í Reykjavík. Um leið var lagður grunnur að því sveitarstjórnarkerfi sem Íslendingar þekkja nú á dögum.

Skipan sveitarstjórnarmála hér á landi hefur breyst mikið undanfarna áratugi, samhliða breyttu hlutverki hins opinbera í samfélaginu, róttækum breytingum á búsetu, fækkun sveitarfélaga og yfirfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Þrátt fyrir þessar breytingar hafa íslensk sveitarstjórnarmál að mörgu leyti verið lítt rannsökuð. Töluvert skortir af haldgóðum upplýsingum um áhrif og afleiðingar þeirra breytinga sem orðið hafa og mikið vantar upp á að staða þekkingar sé með sambærilegum hætti og annars staðar á Norðurlöndum.

Markmið þessarar bókar er að bregðast við þessari áskorun. Hér er lagt mat á stöðu íslenska sveitarstjórnarstigsins út frá fyrirliggjandi rannsóknum og almennum hugmyndum um hlutverk og markmið sveitarfélaga. Bókinni er ætlað að vera innlegg í fræðilega greiningu á því hvernig sveitarstjórnarskipan Íslands þjónar þeim hlutverkum sem almennt má telja að henni séu ætluð.

Deila