Header Paragraph

Vorhefti tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla komið út

Image
Tímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla

Komið er út á vefnum www.irpa.is 1. tölublað 19. árgangs ritrýnda tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla. Að þessu sinni koma út þrjár ritrýndar fræðigreinar um fjölbreytt viðfangsefni sem tengjast stjórnmálum og stjórnsýslu. Greinarnar sem koma út að þessu sinni eru:

The theoretical and practical dilemma of creating a new organisational design for a municipality using sub-municipal units
Eva Marín Hlynsdóttir

Áfallastjórnun í Mýrdalshreppi vegna Covid-19 faraldursins og þýðing stuðningsaðgerða stjórnvalda fyrir sveitarfélagið
Hugrún Hannesdóttir og Ásthildur Elva Bernharðsdóttir

Inntak konungdóms í konungsríkinu Íslandi
Björn Jón Bragason

Ritstjóri tímaritsins er Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Auk hans sitja í ritstjórn þau Agnar Freyr Helgason dósent, Eva Marín Hlynsdóttir prófessor og Eva Heiða Önnudóttir prófessor, öll við Stjórnmálafræðideild HÍ, auk Gústafs Adolfs Skúlasonar, forstöðumanns Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ, sem er útgefandi tímaritsins.