Frá fundi vegna útgáfu TVE, Tímarits um viðskipti og efnahagsmál, Magnús Þór Torfason

Fyrsta tölublað nítjánda árgangs Tímarits um viðskipti og efnahagsmál kemur út þriðjudaginn 28. júní nk., á vefnum www.efnahagsmal.is.

Greinarnar í tímaritinu fjalla um fjölbreytt efni viðskipta og efnahagsmála og eru eftirfarandi ritrýndar greinar birtar að þessu sinni:

1. Þriðja hlutverk háskóla í íslensku samfélagi: Greining á umfangi og áherslum. Höfundar: Verena Karlsdóttir, Magnús Þ. Torfason, Thamar M. Heijstra og Ingi Rúnar Eðvarðsson

2. Þjóðleg fjölbreytni í stjórnun íslenskra hlutafélaga. Höfundar: Simona Vareikaité, Inga Minelgaité og Gylfi Magnússon

3. Þjónustuáhersla og árangur. Höfundar: Þórhallur Örn Guðlaugsson, Magnús Haukur Ásgeirsson og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson

4. Áhrif kynjakvóta á stjórnarbrag að mati stjórnarmanna. Höfundar: Auður Arna Arnardóttir og Þröstur Olaf Sigurjónsson

5. Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja í fræðilegu og hagnýtu ljósi: Dæmi frá Íslandi. Höfundar: Runólfur Smári Steinþórsson og Þröstur Olaf Sigurjónsson

Formaður ritstjórnar TVE er Gylfi Zoega, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands, en auk hans sitja í ritstjórn þau þau Arney Einarsdóttir, Axel Hall, Birgir Þór Runólfsson og Þórhallur Örn Guðlaugsson.

Útgefendur tímaritsins eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands. Umsjón með útgáfu hefur Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Deila