Header Paragraph

Vorhefti TVE er komið út

Image
Frá fundi vegna útgáfu TVE, Tímarits um viðskipti og efnahagsmál, Magnús Þór Torfason

Fyrsta tölublað nítjánda árgangs Tímarits um viðskipti og efnahagsmál kemur út þriðjudaginn 28. júní nk., á vefnum www.efnahagsmal.is.

Greinarnar í tímaritinu fjalla um fjölbreytt efni viðskipta og efnahagsmála og eru eftirfarandi ritrýndar greinar birtar að þessu sinni:

1. Þriðja hlutverk háskóla í íslensku samfélagi: Greining á umfangi og áherslum. Höfundar: Verena Karlsdóttir, Magnús Þ. Torfason, Thamar M. Heijstra og Ingi Rúnar Eðvarðsson

2. Þjóðleg fjölbreytni í stjórnun íslenskra hlutafélaga. Höfundar: Simona Vareikaité, Inga Minelgaité og Gylfi Magnússon

3. Þjónustuáhersla og árangur. Höfundar: Þórhallur Örn Guðlaugsson, Magnús Haukur Ásgeirsson og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson

4. Áhrif kynjakvóta á stjórnarbrag að mati stjórnarmanna. Höfundar: Auður Arna Arnardóttir og Þröstur Olaf Sigurjónsson

5. Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja í fræðilegu og hagnýtu ljósi: Dæmi frá Íslandi. Höfundar: Runólfur Smári Steinþórsson og Þröstur Olaf Sigurjónsson

Formaður ritstjórnar TVE er Gylfi Zoega, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands, en auk hans sitja í ritstjórn þau þau Arney Einarsdóttir, Axel Hall, Birgir Þór Runólfsson og Þórhallur Örn Guðlaugsson.

Útgefendur tímaritsins eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands. Umsjón með útgáfu hefur Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.