Header Paragraph

Vorhefti TVE-Tímarits um viðskipti og efnahagsmál komið út

Image

Komið er út á vefnum efnahagsmal.is 1. tölublað 21. árgangs hins ritrýnda TVE-Tímarits um viðskipti og efnahagsmál. Umsjón með útgáfunni hefur Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.

Eftirtaldar þrjár greinar koma út að þessu sinni:

Í járngreipum hefðarinnar: Áhrif tæknibreytinga á lögmæti banka á Íslandi 
Rafnar Lárusson og Margrét Sigrún Sigurðardóttir

Arftakaáætlun til að draga úr áhættu og byggja upp leiðtogafærni

Ásta Dís Óladóttir, Þóra H. Christiansen og Hrefna Guðmundsdóttir

Innleiðing lagaskyldu um sjálfbærniupplýsingar: Reynslan af löggjöfinni, helstu drifkraftar sjálfbærniupplýsinga og áhrif þeirra á starfsemi og rekstur fyrirtækja

Ingi Poulsen og Þröstur Olaf Sigurjónsson

Útgefendur TVE eru Seðlabanki Íslands og viðskipta- og hagfræðideildir Háskólans á Bifröst, Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands. Formaður ritstjórnar er Þórhallur Örn Guðlaugsson, prófessor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands.