Aðgangur að upplýsingum um umhverfismál

Image
Fyrirlestur vegna útgáfu Tímarits um viðskipti og efnahagsmál. Steinunn Halldórsdóttir og Arnar Gíslason
HVENÆR
10. nóvember 2022
09:00 til 10:30
HVAR
Rafrænt
NÁNAR

Aðgangur að upplýsingum um umhverfismál

Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið

 

Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg eftir að því lýkur.

  • Fimmtudaginn 10. nóvember 2022, kl. 9.00-10.30
  • Þátttökugjald: kr. 11.900-

Umsjónarmaður og fyrirlesari

  • Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Markhópur

Starfsfólk opinberra stofnana og sveitarfélaga sem sinnir eða ber ábyrgð á upplýsingagjöf um umhverfismál og hverjir þeir aðilar sem vilja kynna sér rétt sinn til að óska eftir slíkum upplýsingum frá opinberum aðilum.

Markmið 

Að veita frekari yfirsýn yfir þær sérstöku reglur sem gilda um upplýsingarétt almennings um umhverfismál og hvenær þær eiga við en ekki almennar reglur upplýsingalaga. 

Viðfangsefni námskeiðsins

Í ákvæði VII. kafla upplýsingalaga er að finna sérstök ákvæði sem miða að því að tryggja almenningi aðgang að upplýsingum um umhverfismál sem opinberir aðilar hafa yfir að ráða eða eru geymdar fyrir þeirra hönd.

Þrátt fyrir að skilgreint sé í upplýsingalögum hvaða upplýsingar teljist upplýsingar um umhverfismál í merkingu laganna hefur engu að síður reynst nokkuð flóknara að beita þessum reglum í framkvæmd. Þannig virðist stundum gæta þess misskilnings að hugtakið „upplýsingar um umhverfismál“ einskorðist við upplýsingar um umhverfið sjálft, svo sem um andrúmsloft, vatn, jarðveg eða aðra þætti í umhverfinu. Sú er þó ekki raunin heldur nær hugtakið einnig til upplýsinga sem varða ráðstafanir stjórnvalda í tengslum við stefnumótun, löggjöf, skipulags- og framkvæmdaáætlanir og samninga á sviði umhverfismála, ef þær geta haft áhrif á umhverfið. 

Í námskeiðinu farið yfir þýðingu þess að upplýsingar teljist vera upplýsingar um umhverfismál og til hvaða upplýsinga það hugtak nær. Þá verður fjallað um upplýsingaskyldu stjórnvalda um mengandi losun út í umhverfið og þá sérstaklega skyldu þeirra til að eiga frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra. 

Um fyrirlesara 

Kjartan Bjarni Björgvinsson er héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Kjartan var formaður úttektarnefndar ÍSÍ og einn af höfundum skýrslu um úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna frásagna um kynferðisofbeldi sem kynnt var í desember sl. Kjartan er með meistarapróf í lögum frá London School of Economics and Political Science og hefur meðal annars starfað sem settur umboðsmaður Alþingis, formaður rannsóknarnefndar Alþingis og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.