Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands leitar að skipulögðum og drífandi verkefnisstjóra. Um er að ræða tímabundna ráðningu til júlí 2024, sem verður framlengd ef verkefnastaða leyfir.

Helstu verkefni og ábyrgð
Aðstoð við rannsóknir fræðimanna við Stjórnmálafræðideild HÍ.
Aðstoð við útgáfu ritrýndra tímarita.
Umsjón með framkvæmd opinna funda og hagnýtra námskeiða.
Umsjón með vefsíðu og samfélagsmiðlum stofnunarinnar.
Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur
Háskólamenntun í stjórnmálafræði eða öðrum greinum félagsvísinda.
Góð almenn tölvukunnátta og þekking á notkun samfélagsmiðla.
Frumkvæði, skipulag og sjálfstæði í störfum.
Þjónustulund, sveigjanleiki og lipurð í mannlegum samskiptum.
Mjög góð færni bæði í ræðu og riti á íslensku og ensku.

Sjá nánar í auglýsingu á vefnum starfatorg.is, en umsóknarfrestur er til og með 4.09.2023.