Header Paragraph

Erindi um grænar áherslur í opinberum rekstri 

Image

Fjallað var um grænar áherslur í opinberum rekstri á opnum fundi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana, sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 17. apríl.  

Yfirlitserindi og hugvekju fluttu þær Sigrún Ágústsdóttir forstjóri og Þorbjörg Sandra Bakke teymisstjóri frá Umhverfisstofnun. Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri og formaður umhverfisráðs Fiskistofu, fjallaði um vegferðina að grænu skrefunum fimm og Brynjólfur Sigurðsson, lögfræðingur hjá Ríkiskaupum, fjallaði um græn innkaup. Fundi stýrði Gústaf Adolf Skúlason, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.  

Fundurinn var vel sóttur og þar fóru fram áhugaverðar umræður og fengu þau sem fluttu framsögur m.a. góðar hugmyndir úr sal til að taka með „heim“ í sínar stofnanir og bregðast við. Fundurinn var ekki tekinn upp, en hægt er að sjá ávarp ræðumanna hér fyrir neðan. 

Grænar áherslur í opinberum rekstri 

   Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar 

   Þorbjörg Sandra Bakke, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun 

Vegferðin að grænu skrefunum fimm 

   Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri og formaður umhverfisráðs Fiskistofu  

Græn innkaup 

   Brynjólfur Sigurðsson, lögfræðingur hjá Ríkiskaupum