Eru íslensk fyrirtæki í stakk búin að mæta kröfum á sviði sjálfbærni?
11:30 til 13:15
Opinn hádegisfundur ráðstefnunnar Viðskipta og vísinda, í samstarfi við TVE-Tímarit um viðskipti og efnahagsmál
Íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir vaxandi kröfum um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð. Þróun löggjafar, bæði á innlendum og alþjóðlegum vettvangi, hefur í för með sér fjölbreyttar áskoranir fyrir fyrirtæki sem þurfa að uppfylla strangari kröfur um gagnsæi og sjálfbærni í skýrslugerð og reikningsskilum.
Á opnum hádegisfundi á Háskólatorgi miðvikudaginn 19. mars verður fjallað um þessi mál út frá nokkrum ritrýndum greinum sem birtust í TVE á síðasta ári, og / eða köflum úr bókinni Rannsóknir í viðskiptafræði V. Kaffi og veitingar verða í boði.
Prófessorarnir Þröstur Olaf Sigurjónsson og Margrét Sigrún Sigurðardóttir verða fundarstjórar.
Árni Claessen, lektor við Háskóla Íslands, ræðir sjálfbærnistaðla og stjórnarhætti.
Heiða Óskarsdóttir, lögmaður, segir frá sjálfbærnireikningsskilum fyrirtækja og áhrifum á störf stjórna.
Ingi Poulsen, PhD-nemi og lögmaður, ræðir sjálfbærniupplýsingar og áhrif þeirra á starfsemi og rekstur fyrirtækja.
Bragi Rúnar Jónsson, stundakennari við Háskóla Íslands, segir frá samfélagsskýrslum fyrirtækja.
Erlingur Einarsson, hótelstjóri á Íslandshóteli, talar um upplifun stjórnarmanna í íslenskum fyrirtækjum á væntingum haghafa um sjálfbærni fyrirtækja.
Fundurinn verður haldinn á Háskólatorgi, stofu HT-102, miðvikudaginn 19. mars kl. 11:30 - 13:15.
Sjá nánari dagskrá hér, á heimasíðu Viðskipta og vísinda.
Sjá fb-viðburð hér.
Öll velkomin.