Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga

Image
Frá fundi um spillingu, Gunnar Helgi Kristinsson og Valgerður Anna Jóhannsdóttir
HVENÆR
15. september 2022
09:00 til 12:00
HVAR
Rafrænt
NÁNAR

Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga: Undirbúningur, vinnsla og eftirfylgni fjárheimilda sveitarfélaga

Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið

 

Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur.

    • Fimmtudaginn 15. september 2022, kl. 9.00-12.00
    • Þátttökugjald: kr. 21.200, -

    Umsjónarmaður og fyrirlesari

    • Gunnlaugur A. Júlíusson, hagfræðingur og fv. sveitarstjóri

    Markhópur 

    • Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum
    • Starfsfólk í miðlægri stjórnsýslu sveitarfélaga
    • Forstöðumenn stofnana sveitarfélaga
    • Fulltrúar í stjórnum stofnana og fyrirtækja í eigu sveitarfélaga

    Markmið

    Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur fái yfirgripsmikla fræðslu um vinnulag og vinnuferli við undirbúning fjárheimilda hjá sveitarfélögum. Fjallað verður um mikilvægi fjárheimilda sem stjórntækis. Lögð er áhersla á mikilvægi skipulagðra vinnubragða og skýrrar markmiðssetningar við undirbúning fjárheimilda svo og eftirfylgni með framkvæmd þeirra. Komið verður inn á gagnasöfnun og grunnforsendur við vinnslu fjárheimilda. Að lokum er fjallað um helstu lykiltölur sem þörf er að hafa á valdi sínu.

    Námskeiðið tekur m.a. á eftirfarandi álitaefnum

    Í umfjöllun um undirbúning, vinnslu og eftirfylgni fjárheimilda sveitarfélaga er m.a. lögð áhersla á eftirfarandi atriði: 

    • Stöðu og notkun fjárheimilda sem stjórntækis 
    • Mikilvægi markmiðssetningar við vinnslu fjárheimilda
    • Verkaskiptingu milli kjörinna fulltrúa, miðlægrar stjórnsýslu og forstöðumanna stofnana við undirbúning fjárheimilda
    • Gagnasöfnun vegna undirbúningsvinnu við fjárheimildir
    • Afgreiðslu fjárheimilda í sveitarstjórn
    • Eftirfylgni fjárheimilda, afgreiðslu viðauka og samanburð milli fjárheimilda og raunverulegrar rekstrarniðurstöðu 
    • Viðbrögð ef fjárheimildir eru ekki nýttar að fullu eða ef farið er fram úr fjárheimildum

    Lögð er sérstök áhersla á eftirfarandi atriði:

    • Mikilvægi markvissra vinnubragða og skýrra verklagsreglna við undirbúning fjárheimilda
    • Mikilvægi skipulagðrar eftirfylgni með framkvæmd fjárheimilda
    • Mikilvægi samstarfs milli þeirra aðila sem málinu tengjast

    Um fyrirlesara 

    Gunnlaugur A. Júlíusson er hagfræðingur með MS gráðu frá Háskóla Íslands. MS ritgerð hans frá árinu 2021 fjallar um „Fjármálastjórnun sveitarfélaga“. Hann hefur einnig lokið námi í verðbréfamiðlum við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur m.a. starfað sem sveitarstjóri í Borgarbyggð og sem sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þá hefur hann sinnt margvíslegri hagsmunagæslu fyrir sveitarfélögin og tekið þátt í samstarfi ríkis og sveitarfélaga á sviði efnahagsmála og reikningsskila sveitarfélaga. Gunnlaugur er stundakennari við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og hefur einnig kennt við Endurmenntun Háskóla Íslands.