Frestur til að senda inn tillögur að málstofum 1. júní
Félag stjórnmálafræðinga og Félagsfræðingafélag Íslands munu standa fyrir sameiginlegri ráðstefnu fimmtudaginn 25. ágúst 2022. Ráðstefnan verður haldin í Háskóla Íslands í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.
Bæði er gefinn kostur á því að senda inn tillögu að málstofu með að lágmarki fjórum til sex greinum og tillögu að grein sem verður úthlutað til málstofu. Tillögur að málstofum skulu vera að hámarki 500 orð og tillögur að greinum að hámarki 500 orð. Tillögur skulu sendar til Evu H. Önnudóttur á netfangið eho@hi.is eigi síðar en 1. júní 2022. Gengið verður frá endanlegri dagskrá fyrir 15. júní.
Ráðstefnan er ætluð fræðimönnum á sviði félagsvísinda, þar með töldum doktorsnemum. Gert er ráð fyrir að minnsta kosti fjórum málstofum, sem hver um sig afmarkar ákveðið svið innan félagsvísinda, svo sem alþjóðastjórnmál, heilbrigði og vellíðan, opinbera stjórnsýslu og fátækt. Fjöldi málstofa og yfirskrift þeirra mun ráðast af þeim erindum sem verða samþykkt á ráðstefnuna.
Þátttakendur í ráðstefnunni eru beðnir um að senda uppkast að grein (u.þ.b. 3000-6000 orð) til málstofustjóra eigi síðar en 7 dögum fyrir ráðstefnudaginn, eða þann 19.ágúst. Greinardrög geta verið hugmynd að rannsókn eða greinar/kaflar sem er nær fullbúinn til ritrýningar. Málstofustjórar munu sjá um að úthluta umræðuaðila á hverja grein og hver þátttakandi mun frá rúman tíma (u.þ.b. 30-40 mínútur) til að kynna og ræða sína grein. Þeir sem vilja bjóða sig fram til að taka að sér málstofustjórn eru beðnir um að senda Evu H. Önnudóttur tölvupóst þess efnis á netfangið eho@hi.is.
Ráðstefnugjald: 13.000 krónur.
Ráðstefnugjald með afslætti fyrir doktorsnema: 8.000 krónur.
*Ath; kvöldverður er ekki innifalinn í ráðstefnugjaldi.
Uppkast að dagskrá:
09:00-13:00 Málstofur.
14:00-16:30 Opnir fyrirlestrar dagskrá undir yfirskriftinni „Umhverfisvernd og ábyrgð“. Fyrirlesarar kynntir síðar.
16:30 – 18:30 Léttar veitingar í lok dags
19:30 Að öllu óbreyttu verður boðið upp á það að ráðstefnugestir hittist og borði saman á góðum veitingastað í Reykjavík. Staður og verð auglýst síðar.
Fyrirspurnum skal beint til Evu H. Önnudóttir (eho@hi.is) formanns Félags stjórnmálafræðinga eða Ásdísar Arnalds (aaa1@hi.is) formanns Félagsfræðingafélags Íslands.