Gildissvið upplýsingalaga og helstu reglur laganna

Image
Fólk á fyrirlestri

Gildissvið upplýsingalaga og helstu reglur laganna

Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur.

  • Miðvikudagurinn 9. mars 2022, kl. 9.00-12.30
  • Þátttökugjald: kr. 19.500-

Umsjónarmaður og fyrirlesari

  • Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

 

Markhópur

  • Stjórnendur hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga, sem þurfa að skipuleggja og öðlast yfirsýn um það hvernig ber almennt að vinna úr beiðnum sem berast á grundvelli laganna og hvaða kröfur slíkt gerir til stofnunar þeirra.
  • Starfsmenn stjórnsýslunnar sem leysa þurfa úr álitaefnum um hvort veita eigi aðgang að upplýsingum.
  • Fjölmiðlamenn, fræðimenn og allir aðrir sem áhuga hafa á að nýta sér lögin til að kynna sér gögn og upplýsingar í vörslum stjórnvalda.  

Markmið námskeiðsins 

Að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á því hvaða rétt almenningur á til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012. Fjallað verður um það hvenær lögin gilda og hvaða undanþágur eru frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs. Umfjöllunin verður studd raunhæfum dæmum um framkvæmd laganna og þá m.a. vísað til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dóma Hæstaréttar og álita umboðsmanns Alþingis.
 
Námskeiðið tekur m.a. á eftirfarandi álitaefnum

Um hvaða starfsemi ríkis og sveitarfélaga gilda lögin? Gilda þau um eignarhald hins opinbera á fyrirtækjum og að hvaða marki? Hvenær mega stjórnvöld að synja beiðnum um upplýsingar? Hver er munurinn á upplýsingum sem stjórnvöld mega en þurfa ekki að láta af hendi samkvæmt lögunum og upplýsingum sem stjórnvöldum er bannað að veita aðgang að? Hvernig á að setja fram beiðni um aðgang að gögnum og hvaða kröfur geta stjórnvöld gert til forms slíkra beiðna?

Um fyrirlesara 

Kjartan Bjarni Björgvinsson er héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Kjartan var formaður úttektarnefndar ÍSÍ og einn af höfundum skýrslu um úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna frásagna um kynferðisofbeldi sem kynnt var í desember sl. Kjartan er með meistarapróf í lögum frá London School of Economics and Political Science og hefur meðal annars starfað sem settur umboðsmaður Alþingis, formaður rannsóknarnefndar Alþingis og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.