Hádegisfundur 9. nóvember: Bandarísku þingkosningarnar 2022
Bandarísku þingkosningarnar 2022 - eftirleikur, kannanir og pólarísering
Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála munu standa fyrir hádegisfundi um bandaríku þingkosningarnar 2022 miðvikudaginn 9. nóvember kl.12:00-13:00 í stofunni N-132 í Öskju, Háskóla Íslands.
Þann 8. nóvember verða haldnar þingkosningar í Bandaríkjunum þar sem kosið verður til neðri deildar þingsins og þriðjungs efri deildar. Kannanir gefa til kynna að Repúblikanar muni ná meirihluta í báðum deildum, en samkvæmt könnunum er mjótt á munum. Á þessum hádegisfundi munu Silja Bára Ómarsdóttir prófessor og Hafsteinn Einarsson aðjúnkt, bæði við Stjórnmálafræðideild HÍ, fjalla um niðurstöður kosninganna, kosningabaráttuna, hvort að kannanir hafi gefið rétta mynd af fylgi flokkanna og þeim áskorunum sem bandaríska þingið stendur frammi fyrir á næstu misserum.
Sjá nánar um fundinn á facebook viðburði hér.
Fundinum verður jafnframt streymt á facebook síðu Félags stjórnmálafræðinga.
Fundurinn er opinn öllum, aðgangur er ókeypis og fundurinn fer fram á íslensku.