Header Paragraph

Hádegisfundur: Hvernig aðstæður skipta máli í baráttu gegn spillingu - Dæmið um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Úkraínu 25. apríl

Image
Opinn hádegisfundur: Robert Klitgaard

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stendur fyrir opnum hádegisfundi þann 25. apríl í Odda 101, HÍ.
 
Alþjóðastofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nálgast iðulega viðfangsefni eins og eitt líkan hæfi öllum aðstæðum. Það getur virkað til að bregðast við þjóðhagslegum áföllum. Það dugar ekki til að glíma við spillingu eða önnur málefni þar sem staðbundin þekking og sköpun eru forsenda árangurs. Hvernig er hægt að gera þetta öðruvísi? Í þessu erindi er fjallað um nálgun sem reynd hefur verið á vettvangi og hún yfirfærð á hið magnþrungna dæmi um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Úkraínu. Við skoðum hversu vel þessi nálgun á við önnur lönd og stefnumótun á öðrum sviðum.
 
Öll velkomin.

Framsögumaður er Robert Klitgaard, prófessor við Claremont Graduate University. Robert Klitgaard hefur skrifað tólf bækur, þeirra á meðal The Culture and Development Manifesto (Oxford UP 2021) og Tropical Gangsters, sem var útnefnd ein af bókum aldarinnar af New York Times Books.