Header Paragraph

Hausthefti tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla komið út

Image
Stjórnmál og stjórnsýsla

Komið er út á vefnum http://irpa.is hausthefti tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla. Að þessu sinni koma út sex ritrýndar fræðigreinar um fjölbreytt viðfangsefni sem tengjast stjórnmálum og stjórnsýslu. Greinarnar sem koma út að þessu sinni eru:

Mock elections, electoral participation and political engagement of young people in Iceland
Sara Þöll Finnbogadóttir og Eva Heiða Önnudóttir

Dropinn holar steininn: Upplifun stjórnmála- og fjölmiðlafólks af óvæginni umræðu og áreitni á netinu
Bríet B. Einarsdóttir og Jón Gunnar Ólafsson

Corruption and State-Building: The Case of Iceland
Gunnar Helgi Kristinsson

Að sníða verkfærið að veruleikanum eða veruleikann að verkfærinu? Um jafnlaunastaðal og afnám kynbundinna launa
Ragna Kemp Haraldsdóttir, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir

„Draumastaður“ og önnur úrræði til útgöngu úr vændi
Sveinbjörg Hjördís Þorvaldsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir

Stofnunareðli framhaldsskóla í faraldurskreppu: Ný reynsla og breytt umboð skólastjórnenda
Guðrún Ragnarsdóttir og Jón Torfi Jónasson

Ritstjóri tímaritsins er Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Auk hans sitja í ritstjórn þau Agnar Freyr Helgason dósent, Eva Marín Hlynsdóttir prófessor og Eva Heiða Önnudóttir prófessor, öll við Stjórnmálafræðideild HÍ, auk Gústafs Adolfs Skúlasonar, forstöðumanns Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ, sem er útgefandi tímaritsins.

Haldinn er opinn fundur í tilefni útgáfunnar kl. 16:30 á útgáfudag, 15. desember, í Odda 101 í Háskóla Íslands. Þar kynna þær Ragna Kemp Haraldsdóttir og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir framangreinda grein þeirra og Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur um jafnlaunastaðalinn og reynsluna af honum. Í kjölfar fundarins er boðið upp á léttar veitingar í kaffistofu kennara í Odda og eru allir fundargestir velkomnir.