Hraðferð um stjórnsýsluréttinn - Skilvirk meðferð mála í samræmi við stjórnsýslulög

Image
Fólk á fundi
HVENÆR
19. september 2023 09:00 til 20. september 2023 12:00
HVAR
Rafrænt
NÁNAR

Hraðferð um stjórnsýsluréttinn - Skilvirk meðferð mála í samræmi við stjórnsýslulög

Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið

 

Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur.

  • Þriðjudaginn 19. september og miðvikudaginn 20. september 2023, kl. 9:00-12:00 (báða dagana)
  • Þátttökugjald: kr. 39.800-

Athugið að þetta námskeið kemur ekki í stað sex vikna námskeiðsins í stjórnsýslurétti sem stofnunin heldur árlega í febrúar og mars, en þar er farið mun dýpra í þessi sömu viðfangsefni og fleiri

Umsjónarmaður og fyrirlesari

  • Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Markhópur:
Starfsfólk ríkis (ráðuneyta og ríkisstofnana) og sveitarfélaga sem kemur að meðferð mála og undirbúningi ákvarðana í stjórnsýslunni.
 
Markmið:

Að þátttakendur öðlist innsýn í grundvallarhugtök stjórnsýslulaganna á borð við það hvað sé stjórnvaldsákvörðun og hverjir teljast aðilar máls þar sem slík ákvörðun er tekin. 
 
Viðfangsefni:
Á námskeiðinu verður farið yfir mikilvægustu atriði stjórnsýslulaganna með áherslu á þau raunhæfu álitaefni sem helst reynir á með dæmum úr framkvæmd laganna. Fjallað verður um grundvallarhugtök stjórnsýslulaganna á borð við það hvað sé stjórnvaldsákvörðun og hverjir teljast aðilar máls þar sem slík ákvörðun er tekin. Einnig verður fjallað um þær reglur laganna sem ætlað er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra og þær kröfur sem gerðar eru í lögunum til rannsóknar máls og andmælaréttar aðila. 

Þá verður fjallað um rétt aðila máls til aðgangs að gögnum og hvernig ber að rökstyðja stjórnvaldsákvarðanir.
 
Umsagnir þátttakenda:

„Kennarinn skýr og augljóslega með víðtæka þekkingu á þessu sviði.“
„Námsefnið skemmtilega framsett, á "mannamáli" og farið nokkuð ítarlega í efnið á þeim skamma tíma sem námskeiðið tók.“
„Mjög skýr - jafnvel fyrir leikmenn.“

Um fyrirlesara 

Kjartan Bjarni Björgvinsson er héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Kjartan var formaður úttektarnefndar ÍSÍ og einn af höfundum skýrslu um úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna frásagna um kynferðisofbeldi sem kynnt var í desember sl. Kjartan er með meistarapróf í lögum frá London School of Economics and Political Science og hefur meðal annars starfað sem settur umboðsmaður Alþingis, formaður rannsóknarnefndar Alþingis og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.