Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið
Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur.
- Þriðjudaginn 3. febrúar, kl. 9.00-12.00
- Þátttökugjald: kr. 25.600-
Umsjón og fyrirlesari
• Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Landsrétt.
Efni námskeiðsins
Í námskeiðinu verður sjónum beint að nýlegum álitaefnum sem varða EES-samninginn og reynt hefur á í dómaframkvæmd EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar undanfarin ár. Meðal annars verður fjallað um dóma Hæstaréttar um samspil EES-réttar og landsréttar, og dóm EFTA-dómstólsins um skaðabótaábyrgð ríkja vegna mistaka dómstóla við túlkun EES-réttar. Þá verður fjallað um fjölbreytt áhrif nýlegra dóma EFTA-dómstólsins á forsjármál, útlendingarétt, lífeyrisréttindi, mengunarkvóta (ETS) og rétt EES-borgara til að leita sér heilbrigðisþjónustu í öðru EES-ríki. Þá verður leitast við að varpa ljósi á hvort yfirvofandi sé samningsbrotamál gegn Íslandi vegna bókunar 35 og hvers vegna EES-samningurinn gildir að meginstefnu ekki um léttvín.
Markhópur
Allt starfsfólk stjórnsýslunnar sem þarf að fást við EES-rétt í starfi sínu. Lögfræðingar sem koma að ráðgjöf og málarekstri sem tengjast EES-rétti og vilja ná utan um það helsta sem er að gerast.
Um fyrirlesara
Kjartan Bjarni Björgvinsson er dómari við Landsrétt og hefur meðal annars starfað sem dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, settur umboðsmaður Alþingi og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Þá starfaði hann áður um sex ára skeið hjá EFTA-dómstólnum og hefur ritað bókarkafla og fræðigreinar um álitamál á sviði EES-réttar bæði hér heima og erlendis.