Header Paragraph

Morgunverðarfundur 16. nóvember: Öryggismál stofnana - Viðbrögð við ógnunum í garð starfsfólks

Image
Morgunverðarfundur 16. nóvember

Morgunverðarfundur Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana.

Hótanir og ógnanir í garð starfsfólks eru veruleiki sem m.a. ýmsar opinberar stofnanir og starfsfólk þeirra finna í ört vaxandi mæli fyrir, ekki síst í gegnum samfélagsmiðla. Hvernig er best að bregðast við slíku?

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála boðar til morgunverðarfundar, í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana, þar sem fjallað verður um öryggismál stofnana, um þróun netglæpa á Íslandi og um möguleg viðbrögð við ógnunum í garð starfsfólks. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 16. nóvember á Grand Hótel Reykjavík. Morgunverður hefst kl. 08.00 og dagskrá hefst kl. 08.30. Fundi lýkur kl. 10.00.

Þátttökugjald er kr. 11.500.

Smelltu hér til að skrá þig.
 

Dagskrá:
 

Opnun

Helga Þórisdóttir, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana

Þróun netglæpa á Íslandi

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands

Hótanir og viðbrögð

Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild Ríkislögreglustjóra

Spurningar í fundarlok
 

Fundarstjórn:

Gústaf Adolf Skúlason, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála