Heimspekistofnun HÍ, í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, stendur fyrir opnum fyrirlestri Leu Ypi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 20. apríl kl. 15:00-16:30. Fyrirlesturinn nefnist „What is Political Progress?“ eða „Hvað eru framfarir í stjórnmálum?“

Lea Ypi er stjórnmálaheimspekingur og prófessor við London School of Economics sem meðal annars hefur skrifað áhrifamikil verk um réttlæti, nýlendustefnu og heimspeki Immanuels Kant. Þá er hún höfundur metsölubókarinnar Free: Coming of Age at the End of History.

Sjá nánar hér á vef Heimspekistofnunar.